Félagsróður 22. desember

29 des 2007 21:34 #1 by GUMMIB
Félagsróður 29.12.2007

Fimm manns í þessum róðri þar af einn sem var að taka sín fyrstu áratök og stóð hann sig vel.

Strekkingsvindur af norðaustri ásamt kulda einkenndi þennan róður. Farið var inn í Grafarvog í skjóli fyrir vindinum. Stoppið tekið í fjöru rétt við Grafarvogsbrúnna í spegilsléttum sjó.

Bakaleiðin var tekin með vindinn og ölduna í fangið. Veðurbarin andlit sem lentu við gámana.

Guðmundur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 des 2007 15:10 #2 by Hordurk
Við vorum fjórir sem rérum út í Viðey í rólegum sjó.Skyndilega skall á él og rok sem byggði strax upp þó nokkra vindöldu og við breyttum stefnu upp í ölduna.
Eftir kaffistopp og 13 km róður hittum við Ágúst Inga sem sýndi okkur nýja grænlenska bátinn sem hann var að reyna á sjó í fyrsta skifti og lét vel af. Mjög rennilegur bátur, en líklega viðkvæmur.
Þeir sem réru voru Þórólfur,Páll, Sveinn Axel og Hörður.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum