Annar í Jólum

26 des 2007 18:58 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Annar í Jólum
Já þetta var nú eiginlega fyrsti róðurinn á húðkeipnum(eða nælonkeipnum) frá Grænlandi. Hann kemur vel út og er stöðugri en ég bjóst við. Lak aðeins eins og við mátti búast. Jóhannes og Maggi sögðu að fríborðið þar sem það var minnst hefði verið svona ein tomma við brottför en það var næstum horfið þegar við komum aftur í land. Örugglega 10 lítrar af sjó komnir í hann og ég orðinn ansi rassblautur. Það lak sennilega með selsskinsræmunum sem koma í gegnum nælondúkinn á samskeytum dekks og síðunar. Maggi sagði að svuntan hefði oft verið á kafi að aftan þegar við lensuðum í austur frá Geldinganesinu. En það var smá alda þarna úti við endann. Hvað um það þetta var fínn róður allsekki kalt þóað það hafi verið frekar kuldalegt í hnédjúpum snjónum við gámana í Geldinganesinu.
Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 des 2007 17:58 #2 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Annar í Jólum
Fínn róður mættu 3 einn nýliði , Ingi og undirritaður,
tókum hring um Geldingarnesið smá undiralda .
Ingi réri á þeim grænlenska og lét vel af gripnum enda rennilegur á sjónum.
Maggi.:)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 des 2007 02:04 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Annar í Jólum
Góð hugmynd Maggi. Ég kem á #2.
kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 des 2007 18:27 #4 by maggi
Annar í Jólum was created by maggi
ég er að hugsa um að róa annan í jólum , ef menn hafa áhuga ætla ég að mæta kl 9.30 .
það er fín spá hæg vestanátt
Gleðileg Jól öll og farsælt komandi ár
þakka alla róðrana á árinu

Maggi.:kiss:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum