Félagsróð 5. jan

12 jan 2008 23:19 #1 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Félagsróður 12.01.2008
Takk fyrir góðan róður. Nokkrar myndir frá því í morgun er að finna á picasaweb.google.com/SveinnAxel/2008_01_12Felagsrodur

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jan 2008 19:41 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Félagsróður 12.01.2008
Tek undir það sem fram kom hér að framan og Sæþór takk fyrir snúninginn:silly:
Wet exit og wet re entry á dagskrá á morgun í lauginni
Engin spurning. Annar er Grænlendingurinn alltaf að koma betur og betur út og ég er sáttur þó að ég þurfi að læra allt uppá nýtt varðandi kayakróður. (Btw hann heitir Anga eftir smiðnum í Núk.;) )
Kveðja,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jan 2008 19:05 #3 by saethor
Mjög fínn róður og gaman að sjá svona marga. Glæsilegt að sjá Grænlendinginn á sjó. Held þó að eigandinn verði að æfa \"wet exit\" betur :) Einnig var nokkuð gaman að reyna að halda upp samræðum við Gumma eftir velturnar þar sem kuldinn hafði eitthvað truflað málstöðvarnar hans.

Sæþór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jan 2008 18:25 #4 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Félagsróður 12.01.2008
Félagsróður 12.01.2008

Fjórtán manns mættu í þennan róður. Lagt var upp frá austanverðu eiðinu. Stefnt var inn þerneyjarsund, þaðan fyrir Þerney og síðan tekin stefnan á Lundey. Frá Lundey var svo róið að norðvestanverðri Viðey og tekið stopp á eiðinu fræga. Að lokum var svo haldið til baka.

Fallegt vetrarveður stillt og kalt ásamt snjóföl og ískrapa.

Í lok róðurs greip um sig nokkuð óþol meðal ræðara sem olli þvi að sumir veltu og jafnvel köstuðu frá sér
árinni áður.

Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 jan 2008 04:13 #5 by palli
Jamm - fínn róður, takk fyrir mig.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jan 2008 19:47 #6 by Orsi
Þegar maður skoðar þessar skemmtilegu myndir Viðar, og sér hvað Maggi hefur það sjúklega kósí þarna í grænu regnmussunni sinni, langar mann til að fá sér svona flík og reyra helvítið upp í háls og helst yfir eyrun. Fátt leiðinlegra en að láta sér verða kalt í kaffipásum. En það ku vera hlýtt inní mussunni góðu. B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jan 2008 18:47 #7 by Vidarb
Replied by Vidarb on topic Re:Félagsróð 5. jan
Takk fyrir góðan róður og aðstoð við nýliða á mínum vegum.
Hér fylgja nokkrar myndir úr kaffistoppinu í Viðey ásamt trackinu.

picasaweb.google.com/degaulgroup/FLagsrUr5Jan2008


Viðar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jan 2008 02:10 #8 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Re:Félagsróð 5. jan
Fátt er sorglegra en að horfa á eftir iljum félaga sökkva í atlantsgafið.:)

Fínn róður samt.
Guðmundur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jan 2008 01:47 #9 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Félagsróð 5. jan
það var eins gott fyrir okkur Rúnar að fara strax í land til að sleppa við þennan sjávarháska.
Annars fínn róður og góður hópur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jan 2008 22:37 #10 by saethor
Replied by saethor on topic Re:Félagsróð 5. jan
Fínn róður þetta. Takk fyrir að bjarga mér úr þessum háska Örlygur!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jan 2008 19:48 #11 by Orsi
Félagsróð 5. jan was created by Orsi
Þrettán manns réru í morgun. Spegilsléttur hafflötur heilsaði og sjósett var vestan Eiðis. Lent í Viðey og út róið á nýjan leik. Tekin var stefna út að Geldinganesi og þar var líklega 2 m/sek. Þar hvolfdi undirrituðum en tókst að bjarga sér, þótt tæpt væri. Hópurinn var því feginn að komast í var við Helguhól og réri með aðgát út að Veltuvík, þar sem veðrið var orðið bandbrjálað. Ölduhæð komin í 4 cm og rokið mældist 2,5 m/sek. Þar hvolfdi helmingnum af liðinu og virtist sem alger ringulreið væri orðin að staðreynd. Annars gaman að sjá tvo nýja báta á floti; Gummi á Nordköppu sinni og Tryggvi á Q-boat.<br><br>Post edited by: Orsi, at: 2008/08/21 02:15

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum