óvænt hvalaskoðun

15 jan 2008 17:45 #1 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:óvænt hvalaskoðun
Um þetta er einnig fjallað á baksíðu Moggans. Aðeins 200 krónur í lausasölu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jan 2008 02:41 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:óvænt hvalaskoðun
Já það er merkilegt með hvalina núna...þeir virðast hafa hér vetrardvöl í meira mæli en var þekkt hér áður.
Ég var á veiðum (ekki á kayak) hér vestur af Straumsvík skömmu fyrir jól þegar tvær eða þrjár hrefnur fóru að hringsóla kringum bátinn (og mig)í nokkrar mínútur og fylgdu mér síðan vel í átt að Hafnarfirði...allt var þetta meinlaust af beggja hálfu...
Þá er það stóra spurningin ? Eru sjávarskilyrðin orðin breytt vegna þessara loftsslagsbreytinga sem taldar eru staðreynd ?<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2008/01/13 22:05

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jan 2008 00:51 #3 by Andri
óvænt hvalaskoðun was created by Andri
Ég og Gauti bróðir skelltum okkur í sunnudagsróður eins og við höfum gert upp á síðkastið, stefnan var að róa frá Njarðvík í Voga og til baka.
Þetta væri reyndar ekki frásögu færandi nema þegar við vorum hálfnaðir til Voga rákumst við á hnúfubak sem kom reglulega upp á yfirborðið með sporðaköstum og blástri. Hann kom upp þrisvar eða fjórum sinnum í einu og kafaði síðan í 4 til 10 mínútur.
Við fylgdumst með honum í rúmann klukkutíma og stundum kom hann upp óþægilega nálægt okkur, eitt skiptið heyrði ég þvílíkann blástur við hliðina á mér og þegar ég leit við var hann þarna cirka 3 metra frá mér. Þetta var alveg ótrúlegt og ég hef sjaldan bölvað sjálfum mér eins mikið að hafa ekki tekið myndavélina með, en hún verður pottþétt tekin með næsta sunnudag.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum