Tíu manns réru í morgun í súrrandi stífum mótvindi út í Viðey. Þetta gekk hægt en bítandi og sjaldan kvartar mannskapur yfir sannkölluðu hörkupusi eins og þarna var. Hins vegar engin hafalda að ráði fyrr en komið var út fyrir Virkisfjöru og þá byrjaði aldeilis hopperíið. Enn meiri læti urðu við norðurenda Viðeyjar með svakalegum ömmum og langömmum sem voru alveg að derra sig. Við sýndum virðingu en náðum að stela nokkrum fljúgandi lensrokum. Síðan var kaffi á Eiðinu þangað til haglél kuldahrollur sögðu stopp, enda fólk meira og minna loppið af kulda - og reyndar voru allir snúnir við nema fjórir. Heimferðin gekk fljótt í smálensi og meðvindi. Einkar hressilegur vetrarróður með mörgum litbrigðum í sjó og veðri. Halldór frá Ísafirði var í róðrinum, góður gestur þar á ferð. Og svo var einhver blaðaljósmyndari að derra sig þegar við vorum að leggja í hann í morgun. Sæþór, amma biður að heilsa. Karamba.