Nú 6-8.júní er áformað að halda sjókajakmótið \"Eiríkur Rauði\" á Austurlandi. Það eru Kajakklúbburinn KAJ og Seakayak Iceland sem standa saman að því að halda mótið. Eiríkur Rauði er sjókajakmót sem skipað hefur sér fastan sess í Íslensku kajaksporti og hefur verið haldið undanfarin ár á Stykkishólmi. Steini í Seakayak Iceland er nú fluttur í Fellabæ og þess vegna er það haldið fyrir austan.
Erum að vinna í að fá ódýrt flug austur og erum að skoða flutning fyrir báta.
Búið er að bóka Nigel Foster og Freyju Hofmeister. Dagskrá auglýst síðar á
www.seakayakiceland.com
og
www.123.is/kaj
Endilega takið þessa helgi frá.<br><br>Post edited by: Ari Ben, at: 2008/02/06 08:58