Ég get alveg lofað ykkur því að allir möguleikar á framtíðaraðstöðu eru skoðaðir. Það sem hrjáir okkur helst er skortur á tillögum að staðsetningu, sérstaklega ef menn vilja hafa róðrarleið úr aðstöðunni út á sundin (held að flestir vilji það). Þeir staðir helstir sem við höfum augastað á eru Geldinganesið (aðallega Veltuvíkin), en einnig væri fjarar við áburðarverksmiðjuna efnileg. Sama svarið er þó alltaf hjá Rvk., ekki komið skipulag fyrir svæðin og á meðan er ekkert hægt að gera. Ef ég man rétt þá eru Tungumelarnir inn af botni Leirvogs og hann kemur allur uppúr á fjöru þannig að það dæmir sig eiginlega sjálft út af borðinu.
Það sem er líklega raunhæfast eins og staðan er, er að byggja upp þar sem við erum í Geldinganesinu og horfa þar til næstu ára þar til annað hvort er búið að skipuleggja þessi svæði með okkur í myndinni eða koma okkur fyrir annars staðar, hvar sem það yrði. Ég auglýsi hér með (aftur) eftir tillögum frá félagsmönnum um raunhæfa möguleika til uppbyggingar og fagna öllum tillögum.
Varðandi Nauthólsvík þá höfum við nú ekki mikið um það húsnæði að segja, við reynum náttúrulega að ganga vel þar um og yfirleitt er þetta hin ágætasta aðstaða með sínar sturtur og búningsaðstöðu. Brokey leigir þetta húsnæði af Reykjavíkurborg og við leigjum hornið þar sem bátarekkarnir eru af Brokey þannig að við erum ekki stórir playerar þarna þótt við notum þessa aðstöðu líklega mest allra.
Um að gera að fá þessa umræðu í gang á korkinum, þetta skiptir klúbbinn eðli málsins samkvæmt miklu máli og því fyrr sem eitthvað gerist til framtíðar því betra.
hilsen,
Palli Gests
p.s. Leirvogurinn uppúr, mér sýnist við vera að tala um 3km rölt í drullunni með bátinn á stórstraumsfjöru (miðað við úr botni):
<br><br>Post edited by: palli, at: 2008/02/19 16:47