Framtíðaraðstaða ?

28 feb 2008 17:03 #1 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Framtíðaraðstaða ?
Ég kannast við þessa extreme sport center gæja, ungir áhugasamir menn, vorum töluvert í sambandi síðla árs 2005, þar sem við lýstum yfir áhuga okkar á að vera með. Hugmynd þeirra var að gera þetta í einkaframkvæmd og fá öfluga fjárfesta að þessu dæmi. Hef svo ekkert heyrt frá þessu síðan.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 feb 2008 13:02 #2 by olafure
Replied by olafure on topic Re:Framtíðaraðstaða ?
Var að ræða við kennara í Háskólanum í Reykjavík í gær og sagði hann frá því að það væri hópur að vinna að því að koma upp extreme sport center í Nauthólsvík. Það myndi henta klúbbnum prýðilega að vera hluti að því. Mig langaði að forvitnast um það hvort einhver í klúbbnum hefði heyrt af þessu.
Annað, mér finndist rétt að ræða við bæjarstjórn Seltjarnarnes og björgunarsveitina Albert um hvort hægt væri að koma upp aðstöðu við smábátahöfnina úti á nesi.
Ólafur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2008 14:38 #3 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Framtíðaraðstaða ?
Gott og þarft er að fá þessa umræðu upp, eitt er klárt að þessi langa meðganga verður vonandi til þess að niðurstaðan verði frábær, allavega er ekki rasað um ráð fram.

Óska staður okkar á þessum tíu árum sem tekið hefur að mjaka þessu áfram hefur verið á þrem stöðum; fyrst var stefnan að byggja upp í Nauthólsvíkinni, svo var það eiðið góða (þar sem við erum nú) og að lokum NA horn Geldinganess, betur þekkt sem Veltuvík.

Ákveðið var að sækja um lóð í Veltuvíkinni eftir að hafa velt fyrir sér nokkrum möguleikum og þær forsendur sem settar voru fyrir þessu vali voru m.a.;

Fjaran
Umhverfi
Staðsetning frá byggð
Veðurfar
Sjólag
Aðgengi í dag
Tenging við veitukerfi
Tími þar til framkvæmdir hefjast
Samlegðaráhrif við önnur félög

Mikilvægi hvers þáttar var c.a. í sömu röð.

Staðirnir sem valið stóð um voru þrír; Gufunes, Eiðið og Veltuvík.

Allir þessi staðir hafa það enn sameiginlegt að standa og falla með hvar Sundabraut kemur til með að liggja, því sitjum við alltaf uppi með að bíða eftir þessari stóru spurningu; Hvar mun hún liggja ??
Ég trúi því að þessari spurningu verði svarað innan skamms, allavega löngu áður en flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni. Þangað til verðum við að vera róleg í okkar bráðabyrgðar aðstöðu, enda getum við verið öll sammála um að Eiðið er besti staðurinn í dag (áður en Sundabraut kemur). Nú þurfum við bara að stækka aðstöðuna þá getum við sætt okkur við hana svolítið lengur. Húsnæðisnefnd mun hittast í vikunni og fáið þið þá frekari fréttir.

Tek undir það sem Gummi segir; það er alveg ótrúlegt hvað siglingafélög eiga undir högg að sækja hvað varðar aðstöðu, ég sit í stjórn SÍL fyrir hönd Kayakklúbbsins og ekki spurning að þar þurfum við að leggjast saman á árar. SÍL þing verður 8. mars og þurfum við að láta í okkur heyra þar.<br><br>Post edited by: steini, at: 2008/02/25 09:45
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2008 03:58 #4 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Framtíðaraðstaða ?
Þegar róið er í Arnarhreiðrið þá förum við framhjá gám í fjöruborðinu austan við Þerney. Ef ég man rétt \&quot;eiga\&quot; þeir sem nytja Lundey þessa aðstöðu.Kemur til greina að fara þangað? Þó ég sé sammála því að draumaaðstaðan væri veltuvíkin eins og stendur þá er ekki enn búið að plana þennan blessaða veg sem á að liggja þarna yfir svo að við verðum að vera svolítð á vakandi núna á meðan allt er svona óákveðið í þessum málum.Við erum greinilega ekki mjög ofarlega á lista hjá stjórnmálaflokkum í bæjarpólitík eins og fram kemur réttilega hjá Gumma. En það verður samt að vera smá frumkvæði hjá okkur áður en pólitíkusarnir fara af stað.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2008 03:08 #5 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Framtíðaraðstaða ?
Flottur pistill hjá þér Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 feb 2008 19:11 #6 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Framtíðaraðstaða ?
Ég bæti hérna við link á frétt á mbl.is um svikin fyrir norðan.


www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/02/21...etta_sjalfbodavinnu/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 feb 2008 19:07 #7 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Framtíðaraðstaða ?
Ætli það sé ekki best að ég tjái mig smá um þessi mál með ykkur.
Það virðist nefnilega vera stefna flestra bæjarfélaga á íslandi að útrýma siglingaklúbbum, að Ísafirði og Hafnarfirði frátöldum. Báðir þessir staðir bjóða upp á glæsilega aðstöðu fyrir siglingamenn. Í Reykjavík tók borgin sig til og bjó til ylströnd við aðstöðu sigingamanna í Nauthólsvík og smelltu að auki upp skilti þar sem bannað er að sjósetja báta á ylströndini líkt og gert hafði verið í fjölda ára. Í Kópavogi, hinu megin við Fossvoginn er búið að þurrka út alla aðstöðu siglingamanna og flytja félagsheimili Ýmis út á geymslusvæði bæjarins á nesinu og fylla upp allt með drullu og grjóti. Í kópavogi eru sem sagt siglingamenn upp á loforð bæjarstjórnarmanna komnir með að þeir efni loforð sín um betri aðstöðu. Það er febrúar núna og siglingatímabilið byrjar í mai, mér finst því ólíklegt að bæjaryfirvöld standi við loforðið á þessu ári enda er full nauðsin að verktakin sem reif húsin fái að klára háhýsin sín fyrst. Á Akureyri berst Nökkvi í bökkum og einmitt í síðustu viku dró bærinn til baka loforð um 10 milljóna innspýtingu í siglingaklúbbin Nökkva sem meðlimirnir voru búnir að bíða eftir í töluverðan tíma og það má geta þess að þessar 10 millur voru á fjárlögum bæjarins. Í Garðabæ lognaðist siglingaklúbburinn Vogur út af vegna áralangs fjársveltis fyrir mörgum árum. Svo þið sjáið að Borgaryfirvöld þurfa ekkert að fara betur með okkur í Kayakklubbnum en önnur bæjaryfirvöld hvar sem er á landinu.
Þið getið samt bókað að ef þið smellið einu stykki upphituðum gerfigrasvelli inn á félagssvæðið þá flýgur þetta í gegnum borgarkerfið. Í það minsta sá hluti sem gerfigrasið væri á, svo mætti bara samnýta sturturnar með tuðruspörkurunum ;)

Svo mætti alltaf sækja um styrk til orkuveitunar, það virðist vera nóg af peningum til að sukka með þar í allskyns vitleysu :blink:

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 feb 2008 21:54 #8 by Jói Kojak
Bara flytja þetta allt saman til Keflavíkur. Breyta flugskýli í bátaskýli.B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 feb 2008 21:46 #9 by palli
Replied by palli on topic Re:Framtíðaraðstaða ?
Ég get alveg lofað ykkur því að allir möguleikar á framtíðaraðstöðu eru skoðaðir. Það sem hrjáir okkur helst er skortur á tillögum að staðsetningu, sérstaklega ef menn vilja hafa róðrarleið úr aðstöðunni út á sundin (held að flestir vilji það). Þeir staðir helstir sem við höfum augastað á eru Geldinganesið (aðallega Veltuvíkin), en einnig væri fjarar við áburðarverksmiðjuna efnileg. Sama svarið er þó alltaf hjá Rvk., ekki komið skipulag fyrir svæðin og á meðan er ekkert hægt að gera. Ef ég man rétt þá eru Tungumelarnir inn af botni Leirvogs og hann kemur allur uppúr á fjöru þannig að það dæmir sig eiginlega sjálft út af borðinu.
Það sem er líklega raunhæfast eins og staðan er, er að byggja upp þar sem við erum í Geldinganesinu og horfa þar til næstu ára þar til annað hvort er búið að skipuleggja þessi svæði með okkur í myndinni eða koma okkur fyrir annars staðar, hvar sem það yrði. Ég auglýsi hér með (aftur) eftir tillögum frá félagsmönnum um raunhæfa möguleika til uppbyggingar og fagna öllum tillögum.

Varðandi Nauthólsvík þá höfum við nú ekki mikið um það húsnæði að segja, við reynum náttúrulega að ganga vel þar um og yfirleitt er þetta hin ágætasta aðstaða með sínar sturtur og búningsaðstöðu. Brokey leigir þetta húsnæði af Reykjavíkurborg og við leigjum hornið þar sem bátarekkarnir eru af Brokey þannig að við erum ekki stórir playerar þarna þótt við notum þessa aðstöðu líklega mest allra.

Um að gera að fá þessa umræðu í gang á korkinum, þetta skiptir klúbbinn eðli málsins samkvæmt miklu máli og því fyrr sem eitthvað gerist til framtíðar því betra.

hilsen,

Palli Gests

p.s. Leirvogurinn uppúr, mér sýnist við vera að tala um 3km rölt í drullunni með bátinn á stórstraumsfjöru (miðað við úr botni):

<br><br>Post edited by: palli, at: 2008/02/19 16:47
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 feb 2008 21:42 #10 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Framtíðaraðstaða ?
Ætli Steini sé ekki búinn að hafa samband við c.a. 5 sett af borgarfulltrúum út af aðstöðumálum í Geldingarnesinu, þar af 3 á þessu ári :)
En það eitt veit ég að það er búið að tala við Reykjavíkurborg og búið að sækja um lóð og senda inn teikningar, en það er ekki farið að skipuleggja svæðið á Geldingarnesinu þar sem lóðin er.

Nauthólsvík er svo allt annað kvikyndi. Síðast þegar ég vissi var stefnt að því að byggja upp fína siglingaaðstöðu þar, en Það átti að rukka svimandi leigu ef ég man rétt, svo vildi Brokey ekki byggja upp þarna vegna þess að þeir koma ekki kjölbátunum þarna inn, svo á að byggja háskóla á svæðinu, flugvöll á skerjunum, lengja flugbrautir í allar áttir og hver veit hvað.

Svo er alltaf gaman að velta fyrir sér að Kayakklúbburinn er einn af mjög fáum Íþróttafélögum í Reykjavík sem er aðstöðulaus og það virðist ekki vera mikið að gerast hjá borginni í að breyta því.

Persónulega held ég að þessi Tungumela hugmynd gæti verið sniðug. En hvernig er fjaran þarna, er ekki hætta á að það sé mjög löng drullufjara þarna á fjöru?

Það verður gaman að sjá hvernig Palli og co taka á þessu. Það er farinn að myndast smá þrýstingur um að eitthvað gerist.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 feb 2008 18:51 #11 by torfih
Replied by torfih on topic Re:Framtíðaraðstaða ?
þótt undirritaður sé ekki enn kominn með aðstöðu fyrir bát við Geldinganes þá finnst mér það væri mikil synd ef ekki tækist að gera aðstöðu fyrir kajakmenn á þessum slóðum. Hefur klúbburinn rætt við Reykjavíkurborg um það? Hvernig er málum háttað í Nauthólsvík? á aðstaða þar fyrir bátasport að drabbast niður og svo á endanum verða úthýst þaðan?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 feb 2008 17:54 #12 by Ingi
Framtíðaraðstaða ? was created by Ingi
Nú eru fyrirhugaðar miklar vegaframkvæmdir á svæðinu við Geldinganesið og alls ekki útséð hvernig okkar aðstöðumálum verður fyrirkomið. Ég sá að Ístak er að byrja með einhverjar rosalegar framkvæmdir í Tungumel. Þar virðast þeir gera ráð fyrir útivistaraðstöðu fyrir ýmsa hópa. Er þetta eitthvað sem við ættum að skoða mtt til framtíðaraðstöðu okkar? Hvað finnst ykkur um þetta? www.tungumelar.is/index.php/id/160

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum