Viðey

19 feb 2007 22:25 #1 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Viðey
Klár á að sumir nýliðarnir hafi hugsað á útleiðinni; \"Hvað hef ég komið mér í, þessu nenni ég aldrei aftur\". Strekkings vindur ská á móti með vindbáru og undiröldu, enda voru sumir teknir í tog. En svo kom að heimleiðinni; eftir upphitun við að bera báta yfir eynna var róið í sléttum sjó norðanvið Viðey og svo endað með smá Adrenalíninnspítingi í smá brimöldum.

Ef þetta fær ekki fólk til að segja; \"Þetta verð ég að gera aftur\" :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 feb 2007 17:41 #2 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Viðey
Það var ekkert mál að hjálpa til með nýliðana. Samt var ég nú meira í því að setja þá á hvolf en að bjarga þeim. En einhver þarf að hvolfa þeim svo einhver annar geti bjargað þeim :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 feb 2007 16:40 #3 by saethor
Replied by saethor on topic Re:Viðey
Þetta var ferlega fínn róður! Fimm óreyndir ræðarar komu frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla og stóðu sig með stakri prýði. Þrír lentu á sundi við Fjósakletta sem gerði róðurinn hjá þeim skemmtilegri. Ég vill nota tækifærið og þakka félögum í klúbbnum fyrir liðlegheitin gagnvart okkur. Einnig er gaman að sjá hve fljótir menn eru að koma til aðstoðar og vippa fólki aftur upp í bátana. Sást vel á laugardaginn að æfingarnar í lauginni eru að skila sér.

Kv. Sæþór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 feb 2007 15:54 #4 by palli
Replied by palli on topic Re:Viðey
Takk fyrir lýsingu á sjólaginu þarna Sævar - alltaf fínt að fá svona skýrslur. Ferlegt að missa af þessum róðri, þetta virðist hafa verið alveg fantafjör. 20 mættir, glæsilegt - voru margir lítt vanir með í hópnum ? Það væri fróðlegt að heyra meira af þessu frá fleirum þótt ferðasagan frá Örlygi sé öll hin besta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 feb 2007 05:37 #5 by sjohundur
Replied by sjohundur on topic Re:Viðey
allt að verða vitlaust a sjonun synist mér:-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 feb 2007 05:38 #6 by Karlotta
Replied by Karlotta on topic Re:Viðey
Takk fyrir snilldar róður í dag!! Skemmti mér alveg sjúklega vel og ekki verra að fá smá öldur og brim. þrátt fyrir að hafa lent undir einni góðri :sick: þá lít ég bara á það sem vígslu ;) enda gott að finna að maður kann félagabjörgunina þegar á hólminn er komið:)
kv karlotta

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 feb 2007 02:14 #7 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Viðey
Post edited by: Sævar H., at: 2007/02/17 21:20

Þessi átti ekki að vera með (svona eins og boðflenna )<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2007/02/17 21:24

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 feb 2007 02:10 #8 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Viðey
Þetta hefur verið góður fullhugaróður vestur og norður fyrir Vesturey Viðeyjar í dag þann 17. feb.
Ég var staddur þarna norðuraf um eittleitið þó ekki á kayaknum heldur var farkosturinn mótorknúinn.
Það var ekki árennilegt að horfa á brimskaflana sem mynduðust norður frá Kambinum í vestan haföldunni.
Þarna var þó stöðugt brim og því \&quot;gott\&quot; að varast, en svona 0.5 km norðar á Viðeyjarflakinu er neðansjávartindur sem er á 2 m dýpi á fjöru. Þar komu óregluleg feikna brot svona 300 m á lengdina suður norður. 'eg var þarna alveg á háfjörunni og þið sennilega farnir hjá klukkutíma áður...síðan fór að lægja smátt og smátt og um kl 16.00 var komið logn og sem næst sléttur sjór.. Þetta er bara svona til upplýsingar fyrir sjófarendur.

:ohmy:
Kveðja

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 feb 2007 21:53 #9 by Félagsróð 17.2.
Viðey was created by Félagsróð 17.2.
Tuttugu manns mættu til leiks í morgun, fjölbreyttur hópur og út var róið. Viðeyjarhringur var það. Sjórinn var kekkjóttur á köflum og strax byrjaði neðansjávarskoðun við Fjósakletta þegar einhver fór á hvolf. Falleg félagabjörgun framkvæmd og áfram var róið sunnan Viðeyjar og stefnt á kaffi í Áttæringsvörinni. Ein hvolfun í viðbót á innsörfinu og síðan kaffi og kex. Ágætis veður þá komið.

Eftir kaffi skiptist hópurinn með því að helmingurinn arkaði yfir eiðið með bátana til að komast á lygnari sjó, en hinir gusuðu sér norður fyrir eyna. Og enn var hvolft, í þetta sinn þegar félagi var of seinn að haska sér út fyrir brimið. Hann synti í land og kom sér á flot aftur en þetta tók sinn toll; stýrið laskað og axlir lemstraðar. Einnig skallaði hann grýttan botninn en var með hjálm, góð hugmynd.

Hóparnir sameinuðust síðan norðan Viðeyjar og gerðist fátt uns kom að Fjósaklettum á heimleiðinni. Þar var þá komið vinalegt sörf og skemmti hópurinn sér vel. Og enn á ný komu hvolfanir í fjöldavís. Virkilega mikil tilþrif á t.d. þegar fimm manns ætluðu að ríða sömu ölduna í einu. Útkoman varð auðvitað fjöldaárekstur og allir í kaf. Þarna fengu margir bátar olnbogaskot. Í eitt skiptið var eins og Þýski rauður minn ætti eitthvað vantalað við gæðinginn hans Magnúsar og stangaði hann eins og mannýgt naut. Þessi leifturárás skildi eftir sig rifna klæðningu á fórnarlambinu. Einnig sást til Andra á fleygiferð þar sem hann hlunkaðist yfir dekkið hjá Gísla og sat þar lengi. Það tók drykklanga stund að losa parið í sundur. Stuttu síðar varð Gísli fyrir annarri árás, að þessu sinni sjálfur nýkominn á hvolf, en það hindraði ekki ónefndan mann í að ríða yfir hvítskúraðan kjölinn hjá honum með tilheyrandi brestum. Gísli beið neðansjávar uns um hægðist og kom síðan upp úr kafinu með fallegri veltu.;) ;)

Mannskapurinn kom í síðan í land um kl. 14 eftir þennan hressilega róður. :lol: :lol:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum