Ég veit ekki hvað neytendastofa segir um prísinn á þessari árshátíð. Mér reiknast til að verðhækkunin metin í prósentum frá fyrra ári, reiknað að raunvirði, framreiknað til 2008 sé langt yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans.
Í fyrra kostaði 0 € á árshátíðina, síðan þá hefur gengi krónunnar snar lækkað og evran rokið upp. Það má leiða líkur að því að árshátíðarverðbólgan innan Kayakklúbbsins nálgist verðbólguna í Zimbabve. Hvað ætlar stjórn Kayakklúbbsins að gera til að koma til móts við félagsmenn sína og sporna við þessari óbeinu hækkun á félagsgjöldum. Það væri réttast að hver og einn borgaði fast hlutfall af launum sínum inn á árshátíðina, ég legg til 0%, og þá dreifist kostnaðurinn á þáttakendur í réttu hlutfalli við bolmagn þeirra.
Einnig ættu þeir sjókayakræðarar sem eignast hafa kvóta að leggja til hlutfall af aflaverðmæti sínu til árshátíðarnefndarinnar, sem nota mætti í verðlaunafé til bakbrotinns limbómeistara.
Jæja, nú er komið nóg af kaffi og súkkulaði í dag fyrir mig.
Góða skemmtun
Jón