Þrumustuð á sjónum í dag. Sex tóku slaginn í roki og rigningu og auðvitað hvolfdi helmingnum í brasi og pusi, þar á meðal undirrituðum. Árvíti mikill mótvindur á leið út í Viðey og helvíti gott kleinustopp á Eiðinu. Þar skiptist hópurinn með því að fjórir fóru sömu leið til baka og tveir gusuðu sér norður fyrir. Hópurinn sameinaðist síðan við Fjósakletta og réri með viðhöfn síðustu metrana í heimahöfn. Þetta var rennandi blautur róður á allan hátt. En fær AA+ í einkunn. Erþaggi bara?
Þessir réru: Orsi, Maggi S. Smári, Sveinn Axel Palli R. og Pálmi.
Kemur ekki ítarefni um atriðið við Fjósakletta? Einhver?