Félagsróð 22. mars

23 mar 2008 00:08 #1 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Félagsróð 22. mars
Sammála þetta var fínn róður með raðbjörgunaræfingum og öllum pakkanum , setti nokkrar myndir á netið
community.webshots.com/user/maggi211100:silly: :woohoo:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 mar 2008 22:38 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Félagsróð 22. mars
Þetta var svo sannarlega með betri róðrum. Telst til að 5 sinnum hafi menn reynt að telja fiskana í sjónum og 4 sinnum var félagabjörgun beitt. Þar af í þrígang við Fjósaklettana, en þar kom inn ágætis alda sem orskaði þessar fínu björgunaræfingar þar sem m.a. róðrataug var notuð.

Tók nokkrar myndir af buslinu sem er að finna á picasaweb.google.com/SveinnAxel/2008_03_22_Felagsrodur


kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 mar 2008 20:57 #3 by Orsi
Félagsróð 22. mars was created by Orsi
Þrumustuð á sjónum í dag. Sex tóku slaginn í roki og rigningu og auðvitað hvolfdi helmingnum í brasi og pusi, þar á meðal undirrituðum. Árvíti mikill mótvindur á leið út í Viðey og helvíti gott kleinustopp á Eiðinu. Þar skiptist hópurinn með því að fjórir fóru sömu leið til baka og tveir gusuðu sér norður fyrir. Hópurinn sameinaðist síðan við Fjósakletta og réri með viðhöfn síðustu metrana í heimahöfn. Þetta var rennandi blautur róður á allan hátt. En fær AA+ í einkunn. Erþaggi bara?
Þessir réru: Orsi, Maggi S. Smári, Sveinn Axel Palli R. og Pálmi.

Kemur ekki ítarefni um atriðið við Fjósakletta? Einhver?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum