Danskir gestir

30 mar 2008 18:48 #1 by Guðni.Á
Replied by Guðni.Á on topic Re:Félróð 29. mars
Já strembinn var hann í gær allavega síðasti spretturinn.
Hér eru nokkrar myndir.
www.flickr.com/photos/25175300@N06/sets/72157604313344569/
kv. G. Ásgeirsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 mar 2008 00:30 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Félróð 29. mars
Já það rétt þetta var fínn túr og síðustu 2 km voru nokkuð þéttir, amk örlar á strengjum.

Nokkrar myndir er að finna á picasaweb.google.com/SveinnAxel/2008_03_29Felagsrodur

Annars eiga þessa myndir frekar heima á vef klúbbsins. Spurning um að fá aðgangsheimildir til að henda þessum myndum inn á vefinn okkar.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 mar 2008 21:36 #3 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Félróð 29. mars
Já þetta var mjög vel heppnaður túr og danska parið alveg í skýjunum með þetta.
þakka Steina fyrir aðstoðina við dráttin ekki veitti af
þetta var í stífara lagi fyrir litla strákinn.
þau eru mjög spent fyrir enhverskonar vinasambandi milli klúbbanna og Peter talaði jafnvel um að koma með nokra félaga í sumar og taka með okkur 2 til 3gja daga ferð.við verðum að senda þeim feðaplanið okkar á ensu þegar það liggur fyrir .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 mar 2008 20:03 #4 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Félróð 29. mars
Þetta voru krefjandi aðstæður og sem betur fer kom Steini Ckayak sjálfur og reddaði mér um bát þar sem mér leist engan veginn á rokið á grænlendingnum. Maður lét nú samt ekki á neinu bera og lék harðjaxlahlutverkið til enda, til að valda ekki þeirri dönsku fallegu dömu, sem reri með okkur vonbrigðum. Annars var þetta með erfiðara móti í dag, en góður bátur og góður hópur gerðu útslagið með að þetta var frábær róður. Svo gat maður líka heyrt Magga tala ensku það gerist ekki oft.:side: Kv. Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 mar 2008 23:02 #5 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Re:Danskir gestir
Bara til að fyrirbyggja misskilning þá eru þetta ekki við Tinna.:P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 mar 2008 03:28 #6 by maggi
Danskir gestir was created by maggi
Hello, my name is Peter and I write to you because my girlfriend and I are going to visit
Reykjavik 28-30 march.
We are both active \"kajak-people\" in our club in Elsinore Denmark, also in wintertime.
Is it possible to try your waters while we are in Iceland?

Ég er búinn að vera í sambandi við þau og er komin með báta fyrir þau , þau ætla að mæta í félagsróður á laugardaginn.
Það væri gaman að sem flestir mættu svo danir sjái að við erum stórir í þessu eins og öllu öðru.

hér er slóðin á klubbinn þeirra.
www.kajakklubben-krogen.dk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum