Hinir harðgeru en hlýju Ísfirðingar blása til hvítasunnuhittings í Reykjanesi. Sjókayakmót Eiríks rauða verður ekki haldið þá helgi í Stykkishólmi heldur færist það austur á firði 6.-8. júní, þó undir öðru nafni. Þessi póstur barst að vestan frá Sigurði Pétri:
Hvítasunnuhelgina 9.-12. maí ætla nokkrir Ísfirðingar að fara til Reykjaness,
www.rnes.is . Meininginn er að mýkja sig í 50 metra heitum potti, rifja upp og bæta við róðratæknina í góðra vina hóp. Sömuleiðis á að kanna spennandi breytingar vegna brúargerðar í Reykjafirði en með þeim verður væntanlega til skjólsælt róðrarsvæði. Litið verður á selalátur og fuglavarp auk einhverra rasta undir brú. Eins getur fólk skroppið í Mjóafjörð þar sem ætti að vera þó nokkur fallastraumur undir brú. Siðan má ekki gleyma Borgarey og Æðey, góða skapinu og alls ekki bátunum. Ef fólk hefur fleiri hugmyndir endilega skella þeim á korkinn eða hringja í Dóra í síma 894-6125.
Kveðja frá Ísafirði.
Óhætt er að mæla sterklega með ferð á Reykjanesið enda eru aðstæður þar hinar bestu, hvort sem er til sundlaugaæfinga eða róðurs.<br><br>Post edited by: Rúnar, at: 2008/03/31 13:52