Sveinn Axel, Gunnar, Hörður, Maggi, Valdimar, Smári, Ingi og amk 2 aðrir (man ekki nöfnin) reru útfyrir Engey í dag og nestuðum þar. Umræður snerust um að hvort ekki væri kominn tími á að róa á fimmtudagskvöldum ef vel viðrar. Þeirri hugmynd er hér með komið á framfæri. Það er alveg hægt að hóa saman hér á korkinum,er það ekki, ha hvað segið þið um það? Svo var kominn spenna í ýmsa varðandi Reykjanes og spjallað um Eirik rauða sem fram fer fyrir austan þar sem væntanleg er hin íturvaxna Freyja hringfari ásamt Nægel Dennis sem er þekktur fyrir að hanna og framleiða framúrskarandi sjókæjaka verða aðalnúmerin. Þegar við komum í land var Gummi Breiðdal að koma úr Viðeyjarhring með dóttur sinni og Örlygur Mbl. var þarna líka að öfundast útí okkur. En semsagt fín næðisstund á sjó og sumarlegt að verða á sundunum. kv. Ingi