Gullinbrú

12 apr 2008 02:15 #1 by saethor
Replied by saethor on topic Re:Gullinbrú
Þetta var hin besta skemmtun þó ekki mikill straumurinn væri. Hvað brúarhoppið varðar þá var það allt of mikil freisting til þess að sleppa. Örlygur er hvort eð er hörku maður sem rær á við tvo þannig að þetta var nú lítið mál fyrir kappann.
En gerum þetta aftur, góð skemmtun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2008 00:37 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Gullinbrú
Já tækniæfingar segir Örlygur.
Það er alveg rétt. Ég fygdist með Sæþór þegar hann leyfði straumreipinu að rífa í kjölinn og velta sér og þá sást vel að ekki hlaupið að því að velta sér upp straummegin við kayakinn. Þetta segir mér að það er betra að kunna veltuna í báðar áttir - en þetta þekkja straumfélagar sjálfsagt vel.
Svo stökk Sæþór líka af brúnni í strauminn - en það var nú alveg óþarfa vesen að koma honum í land aftur.
Kveðja - GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2008 22:56 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Gullinbrú
Stundum tekst ekki að stytta vinnudaginn til að komast á sjó. En við náðum ágætisrenneríi undir brúnni - þótt ekki hefði sakað að vera aðeins fyrr á ferðinni. Það hefði samt verið bitamunur en ekki fjár.

En um að gera að nota brúna meira á fallaskiptunum. Þarna er frábært æfingasvæði fyrir allskonar tækniæfingar sem sjókayakfólk hefur altaf gott af.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2008 17:52 #4 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Gullinbrú
Rétt athugað hjá Páli.
Þumalputtaregla sem notuð er á meðal ostrubænda í Normandí þar sem munur á flóði og fjöru getur orðið 17m er þannig: á fyrsta klukkutíma eftir háflóð kemur 1/12 flóðsins, næsta klst koma 2/12, 3ja klst 3/12, 4 klst 3/12, 5 klst 2/12 og svo síðasta klukkutímann kemur 1/12. Og svo sama þegar fjarar út. þannig að mesti straumurinn er á 3ja og 4ja klst. Þetta getur komið sér vel að hafa í huga, sérstaklega í fjöruferðum þar sem munur á flóði og fjöru er mikill.
kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2008 16:07 #5 by palli
Replied by palli on topic Re:Gullinbrú
Missti af þessu ... - kem næst. En eitt: Ef það er háflóð kl. 9 er ekki mesta fjörið kl. 6 eða svo ? Það hefur væntanlega verið farið að sljákka í þessu ef þið hafið lagt í hann úr Geldinganesinu um 7 leytið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2008 04:08 #6 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Gullinbrú
Það fóru þrír í þetta skrepp, Orsi, Gísli og Sæþór. Þetta var ekkert ródeó, en samt ágætisrennibraut fyrir sjóbáta í smá straumbátaleik. Mjög gaman. Um að gera að skreppa aftur fljótlega.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 apr 2008 21:55 #7 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Gullinbrú
Sæll Örlygur.
Það getur hentað mér vel að fara á sjó nú á eftir. Ég gat ekki vitað hvort ég væri laus fyrr en nú - vona að þú sért ekki hættur við.
Kveðja. (gsm 822 0536)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 apr 2008 01:42 #8 by Orsi
Gullinbrú was created by Orsi
Ég stefni á að athuga með hopperí undir Gullinbrúnni annaðkvöld. Háflóð er um níuleytið og það ættu að gefast einhverjar rennibrautarferðir undir brúna á aðfallinu ef lagt er af stað frá Geldinganesinu ekki síðar en 19.


Ég reikna með að mæta í Geldinganesið 18:30 annaðkveld.

Þeir sem vilja skella sér með geri vart við sig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum