Félróð 12. apr

13 apr 2008 21:05 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Félróð 12. apr
Þessir sólríku morgnar geta leynt á sér og verið naprir við Geldinganesið, einkum þegar NA-áttin rennir sér af hálendinu og vestur með Skálafelli niður Mosfellsdalinn.
Kaffistoppið undir réttarvegg í Engey varð í lengra lagi enda þar setið í skjóli og hækkandi sól. Þá var margt til umræðu, búnaðurinn eins og oftast, ferðir sumarsins, þverun fjarða með grjótgarði eða göng gegnum fjöll, byggðaþróun í Engey og margt fleira.
Það er sérstakt að vera með félögum sem maður þekkir ekki mikið en finna jafnframt að þeir vinna vel saman sem hópur og eru meðvitaðir um að gæta öryggis hver hjá öðrum. Stundu væri samt gott að geta sest saman í notalegri aðstöðu og rætt málin og kynnst fleiri hliðum á góðum félögum. Það má alveg láta sig dreyma um betri félagsaðstöðu.
Kveðja.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 apr 2008 00:10 #2 by Orsi
Félróð 12. apr was created by Orsi
Fjórtán bátsar á sjó í dag. Tvær breiðfylkingar á ferð, önnur fór Viðeyjarhring og hin Engeyjar. ANA kul og dálítið napurt en allt innan meðalhófsins. Allt kann sá er hófið kann. Fjandi fínn róður í heild og deild. Ö.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum