Sextán manns réru í morgun. Blíðskaparveður hjá fólki og fiskum. Róið var út í Viðey og þaðan út í Engey í pásu. Sléttur sjór og rennifæri. Tryggvi og Ingi tóku Akureyjarlykkju og voru eldsnöggir.
Semsagt góð mæting, fínt veður og stemmning.
Hugsa þó að Magnús velji annan lendingarstað í Engey næst. En þetta var \"góð æfing\" eins og hann sagði.
Einnig var félagabjörgunaræfing framkvæmd við Þórsnesið.