Í gær urðu þau tíðindi að húsnæðisnefnd klúbbsins setti niður nýja og langþráða geymslugáma við Geldinganesið. Þá er að taka næsta skref.
Því er blásið til vinnukvölds, annaðkvöld.
Þeir sem geta mætt og lagt hönd á plóginn vinsamlegast láti vita hér á korkinum. (Svo ég viti úr hvursu miklum mannskap er að spila)
Fyrirliggjandi:
1. háþrýstiþvo gámana (skola af þeim salt og skít)
2. mála þá.
3. umstafla fáeinum bátum og búnaði.
4. tiltekt ef tími vinnst til.
Pepsí og rískubbar til hressingar.
Andri kayakmaður er málari að atvinnu og stjórnar málningarvinnunni. Hann mætir kl. 21 og fyrir þann tíma reynum við að gera sem mest. Andri þarf tvo til aðstoðar við málningarsprautunina og verkið tekur um þrjá tíma. Ef mannskapur er nægur, má skiptast á við að aðstoða fagmanninn.
Reynum við að spila þessa samvinnu á léttu nótunum.
Mæting er 18:30. Vinnulok áætluð um miðnættið. Enginn er þó skikkaður til að vera allan tímann. Hver og einn ræður sér.
Þeir sem vilja mæta kl. 21 beint í málningarvinnuna láti vita.
Mæta þarf í fötum sem mega skemmast.