Sundlaguinn 27.04.08

30 apr 2008 00:26 #1 by Gislinn
Replied by Gislinn on topic Re:Sundlaguinn 27.04.08
Þessi sem ég talaði við pikkaði upp símann og hringdi í einhvern yfirbubba og fékk þá skilaboð um að æfingin væri ekki.

Kannski próflærdómurinn hjá mér sé farinn á láta mig ímynda mér starfsfólk sundlaugarinnar tala við mig. :lol:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2008 01:59 #2 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Sundlaguinn 27.04.08
Mér þykir mjög leiðinlegt að heyra að mönnum sé snúið frá þegar æfingar eru í gangi ,en ef við tilkynnum ekki að æfing falli niður á korkinum þá er æfing.
menn verða bara að biðja um að fá að tala við vaktstjóra ef svona kemur uppá.
það verða æfingar út mai mánuð .
Sundlaugarnefnd.:pinch:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2008 16:46 #3 by olafure
Replied by olafure on topic Re:Sundlaguinn 27.04.08
ég hef heyrt að þetta verði út maí en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Svo gætu komið upp sundmót þannig að vissara er að fylgjast með á síðunni.
Oli E

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2008 13:57 #4 by Gislinn
Replied by Gislinn on topic Re:Sundlaguinn 27.04.08
Já mjög leiðinlegt, ég ætlaði að draga með mér frænku mína sem vill ólm fá að róa í sumar, vildi helst æfa hana í veltu og svona áður en hún fer að róa. :unsure:

Vona bara að það verða fleiri æfingar. Veit einhver hvenær æfingarnar hætta ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2008 12:23 #5 by olafure
Replied by olafure on topic Re:Sundlaguinn 27.04.08
Leðinlegt að menn skuli hverfa frá vegna svona vitleysu,upplýsingaflæðið er ekki alltaf upp á það besta þarna niðurfrá. Ég mætti í gær og þurfti að bíða eftir skáp, slíkur var fjöldinn í lauginni.
Óli E

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 apr 2008 23:50 #6 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Sundlaguinn 27.04.08
Sæll félagi.
Þetta hefur verið einhver misskilningur. Ég kom um 16:20 og þá var læst í horninu þar sem við komum með eigin báta og í afgreiðslunni var mér svarað, nei það er ekki kayak-æfing. Ég benti þá bara inn í laugina þar sem Maggi var með hóp á æfingu - svo að það er ekki hægt að reikna með að allt starfsfólk viti hvað er á dagskránni. Þessu var svo reddað, einn lífvörðurinn fann lykil og tók m.a.s undir bátinn með mér - enda hafði hann verið á kayak á Ísafirði og í Flatey.
Kveðja,
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 apr 2008 20:02 #7 by Gislinn
Sundlaguinn 27.04.08 was created by Gislinn
Sælir, var að koma úr fílu ferð frá lauginni, æfingin féll niður vegna köfunarnámskeiðs var mér tilkynnt í afgreiðslunni. :unsure:

Man ekki eftir að hafa séð tilkynningu um það hér þannig ég ákvað að láta ykkur vita, vona bara að einhverjir ná að sjá þennan pistill áður en þeir leggja af stað. :whistle:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum