Reykjanes - Hvítasunnuhelgina

20 maí 2008 17:32 #1 by SAS
Var að fá safndisk af myndum og video sem voru teknar um hvítasunnuhelgina. Nokkrar myndir er að finna á:
picasaweb.google.com/SveinnAxel/2008_05_12KayakReykjanes

Eins og sjá má þá var mikið líf og fjör.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2008 15:27 #2 by SAS
Helgin var meiri háttar. Það er alltaf hægt að læra af reyndari ræðurum. Frúin tók sína fyrstu veltu í sundlauginni og lærði rétta róðrartækni. Sjálfur fór ég í fyrsta skipti í góðan straum og lék mér í 1-1,5 metra hárri röst. Þetta verður vonandi árleg ferð hér eftir.

Takk fyrir okkur.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2008 15:19 #3 by gsk
Já, sammmála Inga.

Ferðin var í alla staði hin besta skemmtun.

Móttökurnar á Reykjanesi til fyrirmyndar og vil ég nota tækifærið og þakka fyrir mig.

Ekki má gleyma félögum okkar að vestan. Fékk ýmsar góðar ábendingar um bætt róðrarlag og fleira sem á eftir að nýtast mér á næstunni.

Frábær helgi, takk fyrir mig.

kv.,
Gísli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2008 01:43 #4 by Ingi
Vorum 5 sem fórum úr höfuðborginni í Reykjanes. Þetta verður árviss viðburður héðaní frá hjá mér allavega. Aðstæður eru allar eins og bestverður á kosið og nú þegar verið er að leggja veg yfir fjörðinn þarna vestan við nesið er komið ótrúleg straumröst undan nýjubrúnniþannig að það væri ástæða að fara þangað bara hennar vegna. En í fáum orðum sagt var þessi helgi frábær. Veður var breytilegt og sunnudagurinn eins og spegill svo var orðið hlýtt og notalegt í morgun þegar við tókum smá hring fyrir brottför í bæinn. 'Isfirðingarnir voru í sínu besta skapi og það hefði verið alveg nóg ástæða til að fara þessvegna fyrir utan góð ráð og trix sem Halldór virðist alltaf geta gaukað að manni. Alltaf kemur maður einu eða tveimur trixum ríkari eftir að hafa hitt hann. Ef fólk hefur áhuga á fuglalífi eða hefur gaman að sjá selskópa og bara náttúruna óspillta þá mæli ég með Reykjanesi. kv. Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2008 18:15 #5 by gsk
Ingi !

Vertu í bandi vegna brottfarar á morgun.

Er ekki með gemsann þinn.

kv.,
Gísli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 maí 2008 18:16 #6 by gsk
Var að tala við Reykjanes.

Þau tjáðu mér að 24 væru þegar bókaðir á kayak um helgina.;)

Var farinn að halda að við værum bara 3 til 5 sem ætluðum að mæta.

Veðurspáin er okkur ekki mjög hliðholl, en við eigum að geta fundið góð róðrarsvæði í einhverjum firðinum ef marka á Dóra Ísfirðing.

kv.,
GSK

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 maí 2008 00:32 #7 by Ingi
Jú þakka þér kærlega fyrir Gísli. Ég þigg farið. Eru menn annars ekki að koma sér í gírinn? Heimsklassa aðstæður og heimsklassa kayakfélagar við heimskautabaug. Getur það verið betra? Kv. Ingi:)<br><br>Post edited by: Ingi, at: 2008/05/05 20:46

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 maí 2008 23:30 #8 by gsk
Sæll Ingi,

Gæti verið með pláss fyrir þig vestur.

Hafðu samband í síma 660 7068 ef þetta er ekki leyst mál hjá þér.

Eru ekki fleiri að kynda upp fyrir helgina ?

kv.,
Gísli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 maí 2008 17:05 #9 by SAS
Ég og frúin ætlum að mæta með sitthvorn bátinn, sem þýðir að ég get því miður ekki tekið aukabát með.

Verðið fyrir manninn er einstaklega hagstætt. Hvet sem flesta til að mæta.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2008 22:56 #10 by Ingi
ég ætla. Fer með húðkeipinn en vantar sennilega far. Verður ekki orðið snjólaust á helstu fjallvegum? kv. Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2008 17:10 #11 by gsk
Erum tvenn hjón sem ætlum að fara vestur um Hvítasunnuhelgina.

Ertu fleiri búin að bóka sig ?

Veit að það eru þegar þrír búnir að bóka sig.

Erum sjálfbjarga með bátana, en spurning hvort einhver ætlar með kerru.

Talaði við þau á Reykjanesi í sambandi við gistinguna eða helgarpakkann sem búin var til og virðist hafa verið einhver misskilningur í gangi, sem felst í að við erum að tala um 3 nætur, ekki 2 nætur eins og kom fram í tilboðinu.

Um samdist að við getum komið á föstudagskvöldinu ( engin matur innifalin ), fullt fæði laugardag og sunnudag, gisting aðfaranótt mánudagsins og morgunmatur.

Ef einhverjir vilja kvöldverð á föstudeginum þá verður eldhúsið opið til 22:30. Á mánudeginum verður líka hægt að kaupa sér veitingar í hádeginu og/eða um kvöldið ef einhverjir kjósa.

Eftirfarandi var tilboðið:

Tilboð 1
Svefnpokagisting tvær nætur með kvöldverði, morgunverði og nesti og
hádeigisverði, krónur: 10.600. pr mann fyrir helgina

Tilboð 2
Gisting í uppábúnuherbergi með kvöldverði, morgunverði með nesti og
hádeigisverði, krónur 14.000. pr mann fyrir helgina.<br><br>Post edited by: gsk, at: 2008/04/30 13:12

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum