Egill Rauði 2008 6-8 Júní

10 maí 2008 04:44 #1 by Steini Ckayak
Replied by Steini Ckayak on topic Dagskrá Egils Rauða
Hér gefur að líta dagskrána fyrir hátíðina í ár.
Það má einnig sjá hana á www.seakayakiceland.com

og vefsíðu kaj www.123.is/kaj

Hlökkum til að sjá ykkur

Seakayak Iceland og Kaj kynna:
Sjókayak hátíð Egils Rauða Norðfirði
helgina 6.-8. Júní 2008

Dagskrá

Sérstakir gestir okkar í ár verða þau Freya Hoffmeister,
Nigel Foster og Kristin Nelson


Föstudagur

Mótsaðstaða í fjörunni við Norðfjarðarkirku opin. Eins kaffihúsið Nesbær sem er samkomustaður mótsins. Þar getur fólk hist við komu á svæðið.
Nesbær mun einnig bjóða uppá matartilboð fyrir mótsgesti á meðan móti stendur.

21:00
Fyrirlestur Freya Hoffmeister í safnahúsinu í Neskaupsstað.


Laugardagur

Námskeið
10:00
Freya verður með sín frægu veltunámskeið í sundlauginni og kennir á veltuvélina sína sem er bátur frá Japan sem allir geta velt að hennar sögn.
Verð: 4500kr fyrir hálftíma einkakennslu en á þeim tíma segist hún geta kennt hverjum sem er veltuna og bætt hana hjá öðrum.

10:00 – 11:30
Félagabjörgun ofl. Grunnatriði í sundlauginni Steini, Ari ofl.
Frí kynning fyrir nýliða og aðra sem vilja kynna sér félagabjörgunina eða önnur grunn atriði svo sem grunn árabeitingu ofl



Þyrlubjörgun Kl 13:00
Landhelgisgæslan kemur á þyrlu, kippir upp ræðara af kayak.
Þeir voru í miklu stuði í fyrra í Stykkishólmi og kútveltu ræðurum um allan sjó. Lentu svo á fótboltavellinum til að leyfa fólki að skoða þyrluna í návígi.
Hafið í huga að þyrlan er komin og byrjuð kl: 13:00.

14:00
Nigel Foster heldur námskeiðið Directional stability þar sem kennd er bátsbeiting og stjórnun sem karlinn er algjör snillingur í. Kirkjufjara.

15:00 Ferðir Frá aðstöðu Kaj, nesti og sund að róðri loknum

Fyrir vana
Fyrir vana. Lagt af stað kl: 14:30 ( eftir Þyrlubjörgun ) frá aðstöðu Kaj og róið út fyrir Nípu stapa eða lengra ef stemmingin er góð. Skemmtileg fjara með mörgum innskotum, víkum og skerjum sem gaman getur verið að leika sér í. Takið með nesti.

Styttri ferð hentar nýliðum eða þeim sem vilja styttri ferð
Fyrir þá sem vilja eittvað minna. Tilvalin fjölskylduferð fyrir alla þar sem róið verður í skjólsælli sjó.

20:00 – 21:30 ( ca. Allt eftir stemmingu )
Sameiginlegt grill á pallinum við safnahúsið fyrir mótsgesti.

22:00 Fyrirlestur Nigel Foster
Rifjar upp sögur úr hringferðinni ´77 og flettar inní myndir og upplifanir seinna á róðrarferlinum.
Sitjum eitthvað lengur í safnahúsinu eftir fyrirlesturin og ræðum málin. Annars verður Egilsbúð opin fyrir þá sem enn eiga eitthvað eftir óupplifað þann daginn.




Sunnudagur


Námskeið

10:00
Sundlaug –félagabjörgun ofl. Steini Óskar ofl.
Frítt

10:00
Freya verður áfram með veltunámskeiðin í sundlauginni.

10:00
Nigel heldur námskeiðið sitt Fun with Foster sem er námskeið í alls kyns kayak tækni byggð upp á skemmtilegum leikjum.

13:00
Sprettróðrarkeppnin og Veltukeppnin fræga strax þar á eftir fyrir utan aðstöðu Kaj.
Skráning á staðnum.
Keppnisgjald er 500,-kr í sprettinn. En frítt í veltukeppnina.
Ekki ólíklegt að Freya sýni okkur nokkur vel valin trix eftir veltukeppnina.

Eftir keppni
Annað hvort róið í Hellisfjörð og Viðfjörð á slóðir hvalveiðara og drauga endað á Norðfirði, eða Sandvík - Vöðlavík og endað á Reyðarfirði seinnipart mánudags eða á þriðjudag.
Ferðatilhögun ræðst af þátttakendum og aðstæðum.

Nánari upplýsingar og skráning hjá Steina
www.seakayakiceland.com
steini@seakayakiceland.com
GSM: 6903877

Og Ara hjá kayakklúbbnum Kaj
kayakklubburinn@gmail.com
www.123.is/kaj
GSM:8639939





Gistimöguleikar
Hótel Egilsbúð
Tónspil Gistiheimili
Hótel Edda
Hótel Capitano
Tjaldsvæði, á bakkasvæði
Svefnpokapláss í íþróttahúsi


Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 maí 2008 03:03 #2 by Ari Ben
Þetta er tilboð í flug sem við fengum gildir til 15. maí. Bæði fyrir flug frá Ísafirði og Reykjavík, svo engin afsökun fyrir Ísfirðinga að mæta ekki B)

Flugverð á mann REK-EGS-REK með sköttum kr. 16.600.- ( fargjaldið hækkar um
kr. 1.000.- ef flogið er á föstudegi.)

Flugverð á mann IFJ-REK-EGS-REK-IFJ með sköttum kr. 20.600.- ( fargjaldið
hækkar um kr. 1.000.- ef flogið er á föstudegi.)


Skilmálar:
Fargjaldið er eingöngu bókanlegt hjá Hópadeild Flugfélags Íslands í síma 570-3075 virka daga milli kl. 09:00 og 16:00 eða senda á hopadeild@flugfelag.is
Fargjald endurgreitt að frádregnum kr. 1500.- fyrir hvern fluglegg ef afbókað er með minnst 24 klst. fyrirvara

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 maí 2008 18:46 #3 by Steini Ckayak
Jæja þá er þetta smá saman farið að taka á sig mynd.
Föstudagskvöldið verður Freyja Hoffmeister með fyrirlestur, og verltunámskeið í sundlauginni á Neskaupsstað laugardags og sunnudagsmorgunn.
Nigel Foster og Kristin kona hans verða með námskeið sitt fun with Foster á Laugardeginum eftir hádegi og svo verður Foster með fyrirlestur þá um kvöldið.
á Sunnudeginum verður svo sprettróðurinn og veltukeppin. Og Gæslan hefur tekið vel í að mæta með þyrluna til að taka eina björgunaræfingu og vonandi hræra aðeins í mannskapnum.
Svo verða náttúrulega hópróðrar, hittingar ofl.
Erum að leggja lokahönd á dagskrána, erum að ganga frá samingum um staðsetningar, aðstöðu ofl áður en við getum gefið opinbera yfirlýsingu.

Einnig er verið að vinna í því að auðvelda mannskapnum að koma bátum á milli landshluta.

Við hjá Seakayak Iceland og Kayaklúbbnum Kaj viljum taka það sérstaklega fram að þetta mót er ekki til að kynna neinskonar fyrirtæki eða þjónustu, og allir sem að því koma gera það af eintómum áhuga og endurgjaldslaust.
Innkoma af námskeiðum erlendra kennara rennur beint til þeirra og allur ferðakostnaður og skipulagskostnaður er greiddur með styrkjum frá velviljuðum fyrirtækjum og stofnunum.
Megin markmiðið er að Kayak fólk a landinu standi sterkar eftir og að allir skemmti sér vel.
Það sem þið getið gert er að mæta og sýna að þið kunnið að meta þetta framlag styrktaraðilanna og þá getum við haldið uppteknum hætti að ári og jafnvel reynt að gera enn betur.

kv
Steini
S:6903877

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum