Félagsróður 15. 5.

30 maí 2008 17:45 #1 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Félagsróður 29.05.2008
Félagsróður 29.05.2008

Sautján bátar á sjó. Blíðskaparveður, aðeins skýjað samt. Tekinn hefðbundinn Viðeyjarhringur rangsælis og stoppað á hefðbundnum stað á eyðinu. S.s í alla staði mjög hefðbundið og pent.

Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 maí 2008 13:46 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Félróð 22. 5.
Fín æfing fyrir ferðina á morgun úr Örfirisey. Belgingur lofar góðu belgingur.is/index.php?pg=landshlutar3km&kort=FF
Gaman ef sem flestir gætu komið.B)
Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 maí 2008 04:06 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Félróð 22. 5.
Sex manns réru í kvöld, í SA fjúki. Að sjálfsöggðu var rífandi lens út á haf, við rérum austan megin ness og fukum síðan útí Viðey norðanverða. Skrambi gaman. Grúppan skipti sér með því að fjórir tóku Viðeyjarhring og tveir Engeyjar á enn meira lensi. En síðan þurfti að borga tollinn fyrir gamanið og puða á móti rokinu heim. Hvarvetna hvítt í báru og róðurinn sóttist heldur seint en þetta var déskoti fínt, heilmikið pus og hopp og hí. Það var ekki einu sinni tekið kaffistopp. Hver hefði trúað því?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 maí 2008 15:08 #4 by Orsi
Félagsróður 15. 5. was created by Orsi
Ritað skal að róinn var Viðeyjarhringur í gær. Andvari og undiralda, smásúldarloft. Kaffistopp á Eiðinu. Hópurinn var fjölbreyttur, allt frá óvönum í fyrsta sjóróðrinum og uppúr. Þetta gekk bara ágætlega. Fjöldi þátttakenda var vel yfir tíu og sjómílur sex.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum