Róðurinn fyrir Melasveitina í Borgarfirði utan- og sunnanverðum verður eftirmiðdegisróður. Samkvæmt minni flóðtöflu er árdegisháflæði kl.03 og því er háflæði aftur kl. 3 eftir hádegi. Þarna er aðgrunnt, enda heitir fjörðurinn Grunnafjörður, svo það þarf að fara af stað nálægt flóði. Smástrekkingur í bakið, 8 m/sek af suðvestri en sennilega hægara inn við ströndina og við komum fljótlegea í skjól af skerjum. Það verður sólríkt. Ég legg til að menn fari úr bænum ekki seinna en kl.13.30, það má hittast á Select við Suðurlandsveg kl. 13.15. Keyrum Hvalfjarðargöngin og norður að Grunnafirði (Leirvogi), beygjum út af til vinstri inn í Melavsveitarhringveginn að bænum Súlunesi, að bænum og við hann til hægri út með girðingu, svo til vinstri niður að sjónum. Við erum velkomin segir Helgi, bóndi þar. Ferjum tvo bíla í Belgsholt (ca. 8-10 km). Svo verður sjósett og farið aðeins inn fjörðinn, svo á byrjun útflæðis út ósinn, síðan norðaustur með háum og litríkum Melabökkunum og milli skerja sem eru mörg þar, áð á miðri leið og svo farið út með bökkunum að sandfjörunni við Belgsholt. Haraldur bóndi þar býður okkur líka velkomin. Komin heim um kvöldmatarleytið kl. 19-20. Látið vita hverjir koma, Reynir s. 824 5444 eða reynir.steinunn@internet.is. Nú erum við 8 alls.
Post edited by: Reynir Tómas, at: 2008/05/30 20:02