Laugardagur 31.5.. Melasveit

01 jún 2008 18:17 #1 by Orsi
Þetta var dæmi um klúbbferð eins og þær gerast bestar.

Náttúra: selir, hólmar og æðarfugl. Nýjar slóðir fyrir velflesta í hópnum.
Hæfileg lengd: 3-4 tíma róður með kaffipásu
Sjólag sem hentaði öllum: hvorki ládautt né of er erfitt.
Samsetning hóps: bæði konur og karlar.
Veður: sólríkt og stinngsgola.
Mórall: virkilega fínn.
Skipulagning: frábær. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Reynir Tómas útbjó kort fyrir alla og undirbjó landeigendur fyrir komu okkar. Það tekur sinn tímann, takk fyrir það.
ö.<br><br>Post edited by: Orsi, at: 2008/06/01 14:41

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2008 03:31 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Laugardagur 31.5.. Melasveit
Takk fyrir skemmtilegan dag. Setti myndir inn á picasaweb.google.com/SveinnAxel/2008_05_31Kayak_Melasveit

kveðja
Sveinn Axel og Hildur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2008 01:18 #3 by GUMMIB
Sórskemmtileg dagsferð í Melasveitinni. Byrjað í Grunnafirði á landareign Súluness. Róið um eyjar áður en
stefnan var tekin út á Atlantshafið. Sjólag var \&quot;Lumpy\&quot; eins og bretinn kallar það til að byrja með en
stórskemmtilegt, öldur og lítill vindur ásamt sólskini. Tekin pása nokkru eftir miðja leið og síðan klárað
við bæinn Belgsholt með smá surflendingu þar sem bílar höfðu verið skildir eftir.

Ellefu manns á jafnmörgum bátum tóku þátt. Takk fyrir góðan dag ferðafélagar, bændur og sérstaklegar þakkir til Reynis Tómasar sem skipulagði þetta allt af sinni alkunnu snilld.

Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 maí 2008 01:33 #4 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Laugardagur 31.5.. Melasveit
Við Hildur munum mæta, enda spáð fínu róðrarverðri, skv. Belgingi, 2,5 - 5 m/s

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2008 23:58 #5 by Reynir Tómas
Róðurinn fyrir Melasveitina í Borgarfirði utan- og sunnanverðum verður eftirmiðdegisróður. Samkvæmt minni flóðtöflu er árdegisháflæði kl.03 og því er háflæði aftur kl. 3 eftir hádegi. Þarna er aðgrunnt, enda heitir fjörðurinn Grunnafjörður, svo það þarf að fara af stað nálægt flóði. Smástrekkingur í bakið, 8 m/sek af suðvestri en sennilega hægara inn við ströndina og við komum fljótlegea í skjól af skerjum. Það verður sólríkt. Ég legg til að menn fari úr bænum ekki seinna en kl.13.30, það má hittast á Select við Suðurlandsveg kl. 13.15. Keyrum Hvalfjarðargöngin og norður að Grunnafirði (Leirvogi), beygjum út af til vinstri inn í Melavsveitarhringveginn að bænum Súlunesi, að bænum og við hann til hægri út með girðingu, svo til vinstri niður að sjónum. Við erum velkomin segir Helgi, bóndi þar. Ferjum tvo bíla í Belgsholt (ca. 8-10 km). Svo verður sjósett og farið aðeins inn fjörðinn, svo á byrjun útflæðis út ósinn, síðan norðaustur með háum og litríkum Melabökkunum og milli skerja sem eru mörg þar, áð á miðri leið og svo farið út með bökkunum að sandfjörunni við Belgsholt. Haraldur bóndi þar býður okkur líka velkomin. Komin heim um kvöldmatarleytið kl. 19-20. Látið vita hverjir koma, Reynir s. 824 5444 eða reynir.steinunn@internet.is. Nú erum við 8 alls.

Post edited by: Reynir Tómas, at: 2008/05/30 20:02

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2008 15:42 #6 by andrjes
Við Rannveig mætum á Select kl. 13:15

Kveðja

Andrjes

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2008 03:56 #7 by Reynir Tómas
Róðurinn fyrir Melasveitina í Borgarfirði utan- og sunnanverðum verður eftirmiðdegisróður. Samkvæmt minni flóðatöflu er árdegisháflæði kl.03 og því er háflæði aftur kl. 3 eftir hádegi. Það verða 5 m/sek af suðvestri, sólríkt og sem sagt ágætt veður. Ég legg til að menn fari úr bænum ekki seinna en kl.13.30, það má hittast á Select við Suðurlandsveg kl. 13.15. Keyrum Hvalfjarðargöngin og norður að Grunnafirði (Leirvogi), beygjum út af til vinstri inn í Melavsveitarhringveginn að bænum Súlunesi, að bænum og við hann til hægri út með girðingu, svo til vinstri niður að sjónum. Við erum velkomin segir Helgi, bóndi þar. Ferjum 1-2 bíla í Belgsholt (ca. 8-10 km). Svo verður sjósett og farið aðeins inn fjörðinn, svo á á byrjun útflæðis út ósinn, síðan norðaustur með háum og litríkum Melabökkunum og milli skerja sem eru mörg þar, áð á miðri leið og svo farið út með bökkunum að sandfjörunni við Belgsholt. Haraldur bóndi þar býður okkur líka velkomin. Komin heim um kvöldmatarleytið kl. 19-20. Látið vita hverjir koma, Reynir s. 824 5444 eða reynir.steinunn@internet.is. :)

Post edited by: Reynir Tómas, at: 2008/05/29 00:00

Post edited by: Reynir Tómas, at: 2008/05/29 00:06<br><br>Post edited by: Reynir Tómas, at: 2008/05/30 20:01
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum