Nigel Foster er eitt fyrsta nafn sem ég heyri nefnt þegar ég byrja að róa kayak árið 1978, en þá er mér sagt að árinu áður hafi tveir Bretar róið umhverfis Ísland, tók ég lengi vel þessa frásögn með fyrirvara enda trúði maður því trauðlega að mögulegt væri að róa kayak kringum landið.
Þessi ferð þeirra Nigel Foster og Jeff Hunter var lengi vel hjúpuð einskonar ævintýraljóma, enda voru fréttir frá þessum tíma afar slitróttar þar sem Bloggið var ekki enn fundið upp, fann ég tvær greinar í Morgunblaðinu frá þessum tíma og nokkra hef ég haft tal af sem hittu þá á þessari ferð þeirra.
Verst að komast ekki austur en vonast til að komast á námskeið með honum hér í bænum í næstu viku og væri þá gaman að heyra þessa ferðasögu í heild sinni frá fyrstu hendi.
Nigel Foster og Jeff Hunter elda mat á hlóðum í fjörunni í Ölvershöfn 1977
<br><br>Post edited by: steini, at: 2008/06/04 17:33