Nigel Foster og Kristin nelson komin til landsins

04 jún 2008 20:55 #1 by Steini
Nigel Foster er eitt fyrsta nafn sem ég heyri nefnt þegar ég byrja að róa kayak árið 1978, en þá er mér sagt að árinu áður hafi tveir Bretar róið umhverfis Ísland, tók ég lengi vel þessa frásögn með fyrirvara enda trúði maður því trauðlega að mögulegt væri að róa kayak kringum landið.

Þessi ferð þeirra Nigel Foster og Jeff Hunter var lengi vel hjúpuð einskonar ævintýraljóma, enda voru fréttir frá þessum tíma afar slitróttar þar sem Bloggið var ekki enn fundið upp, fann ég tvær greinar í Morgunblaðinu frá þessum tíma og nokkra hef ég haft tal af sem hittu þá á þessari ferð þeirra.

Verst að komast ekki austur en vonast til að komast á námskeið með honum hér í bænum í næstu viku og væri þá gaman að heyra þessa ferðasögu í heild sinni frá fyrstu hendi.

Nigel Foster og Jeff Hunter elda mat á hlóðum í fjörunni í Ölvershöfn 1977
<br><br>Post edited by: steini, at: 2008/06/04 17:33
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jún 2008 05:04 #2 by Steini Ckayak
Nigel Foster og Kristin Nelson komu til landsins með Norrænu nú á hádegi og ætla að dunda sér við ferðalög og afslöppun þessa daga sem þau hafa fram að helgi.
Það er alveg mögnuð tilfinning að hafa þetta átrúnaðargoð mitt til margra ára sitjandi með kaffibolla segjandi sögur í stofunni hjá mér!

Hann virðist nú samt ekki taka frægð sína neitt mjög hátíðlega og eru þau hjón hinn ljúfasti félagsskapur og ég eins og krakki með stór augu og hangandi höku yfir öllu sem hann hefur að segja.
Ég mun nýta þetta tækifæri til hins ýtrasta og grípa allt sem sem ég get af honum lært þennan tíma sem þau verða hér og hafa þolinmæði fyrir forvitninni í mér.
Hlakka til að sjá sem flesta um helgina og njóta þess sem gestir okkar hafa uppá að bjóða og hvetja alla til að missa ekki af þessum einstaka kennara og reynslubolta meðan hann er hér á landinu.
Þetta er einn af frumkvöðlum kayakmenningarinnar eins bo við þekkjum hana í dag og er talinn einn af bestu kayak kennarum í heiminum í dag.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum