Þetta var mjög flott námskeið og ótrúlegt hvað góð róðratækni hefur mikið að segja, nú er bara að æfa sig. Ég hefði ekki viljað missa af því að hitta svona frábært fólk og reynslubolta og fá að læra af þeim. Ég held að það sé ekki spurning um að maður eigi að eignast videó frá þeim til að geta æft áfram það sem var kennt á námskeiðinu því það er á mörkunum að maður muni allt. Það er víst hægt að kaupa það online á heimasíðunni hans Nigel, sería númer 3, (
www.nigelkayaks.com/), hann var ekki viss um að það væri til í Sportbúðinni, en það má byrja á að kíkja þar við...
Þetta er reyndar virkilega töff heimasíða.
Nú ætla ég að varpa aftur fram spurningunni frá Jóni Skírni og einnig Nigels... Af hverju hafa Íslendingar ekki róið hringinn?
Væri ekki hægt að skipuleggja að taka það í pörtum kannski einn fjórðung í einu... núna er ég ekki kunnug svona ferðum þannig að ég veit ekki hvað ég er að tala um... Hvað segja ræðarar um slíkt?