Heildarúrslit í sprettróðrinum á Norðfirði voru að berast í hús og munu birtast á síðunni von bráðar.
Við skulum samt byrja á stöðu karlmanna í hinni æsispennandi keppni til Íslandsmeistara í sjókayak. Þar trónir á toppnum Ásgeir Páll Gústafsson sem náði feikilega góðum árangri í sprettróðrinum um liðna helgi, þrátt fyrir að vera ekki með einn einasta aukalim frá Össuri (þar sem hann starfar sko) til að aðstoða sig við róðurinn. Fast á hæla hans kemur íslenskufræðingurinn og fornhetjan Örlygur Steinn Sigurjónsson með 125 stig. Í 3.-4. sæti eru síðan tvær miklar kempur sem augljóslega eiga góðan möguleika á að þoka sér ofar á listanum; hinn fornfrægi keppnismaður að Westan, Sveinbjörn Kristjánsson og sund- og heimasmíðakappinn Ólafur Einarsson.
Þetta eru þó síður en svo þeir einu sem eiga möguleika á titlinum því enn eru þrjár keppnir eftir; Bessastastaðabikarinn, 10 km róður á Sæludögum á Suðureyri og loks þolraunin mikla - Hvammsvíkurmaraþonið. Nú er nóg komið af blaðri. Hér er heildarstaðan:
Sæti Stig
1. Ásgeir Páll Gústafsson 130
2. Örlygur Steinn Sigurjónsson 125
3-4. Sveinbjörn Kristjánsson 100
Ólafur Einarsson 100
5. Ágúst Ingi Sigurðsson 62
6.-8.Hörður Kristinsson 60
Þorsteinn Sigurlaugsson 60
Guðmundur Breiðdal 60
9. Óskar Þór Guðmundsson 50
10. Sveinn Axel Sveinsson 45
11. Hilmar (föðurnafn vantar) 40
12. Bjarki Rafn Albertsson 36
13.-14 Ingólfur Finnsson 32
Tryggvi Tryggvason 32
15.-16. Ari Benediktsson 29
Viðar Þorsteinsson 29
17. Karl Jörgensen 26
18. Bjartur Jóhannsson (unglingafl.) 20
Í kvennaflokki hafa heldur færri verið skráðar til keppni. Kunnulegt nafn er þar efst á lista; Elín Marta Eiríksdóttir sem hefði líklega eignast bikarinn í kvennaflokki, væri hann ekki farandbikar og við hlið hennar er Rita Hvönn, lærimeistari Steina í Hólminum, sem sigraði í sprettróðrinum. Keppendurnir raðast svona.
Sæti
1.-2. Elín Marta Eiríksdóttir
Rita Hvönn Traustadóttir
3. Áróra (föðurnafn vantar)