Ég var að bíða eftir að sjá eitthvað um róðurinn í gær, en það er best að setja nokkrar línu á vef. Tuttugu og einn réri af stað og er það mesti fjöldi í félagsróðri eftir því sem ég best veit frá því að haldið var upp á afmæli klúbbsins.
Nokkrir óvanir voru í hópnum og var því farið rólega á köflum. Veður var bjart og gott, en kaldi frá Esjunni af og til með smáöldu og straumskvettum. Áð var í sandfjöru Þerneyjar, farið í fjöruna neðan við Nazistabústaðinn í Kollafirði, krækt fyrir Lundey og síðan inn með Geldinganesinu. Sumir voru eitthvað að dunda sér við æfingar á leiðinni, bæði ofansjávar og neðan. Fuglabyggðin í Lundey er lífleg, bæði lundabyggðin að norðan og fílabyggðin að suðvestan. Líklega er áta góð í sjónum, en ekki sást lundinn þó bera síli í holurnar.
Ferðin sóttist nokkuð seint og var klukkan nálægt miðnætti þegar róðri lauk og eiginkonan var ekki hress, hélt við hefðum aftur lent í erfiðleikum. Mér tókst að mæta til vinnu sæmilega hvíldur og sofinn með því að sleppa sturtu, frágangi og morgunmat.
Mér taldist það vera 16 sem komu að landi um leið og ég - hvað varð um hina 5 veit ég ekki, en með þessu áframhaldi gæti farið að fækka félögum í klúbbnum.
Kveðja, GHF.