Tungufljótskappróður 28 júní

02 júl 2008 01:10 #1 by gaddi
við erum allir til i að mæta þetta þarf bara að vera helst eftir fimm því þá erum við búin í 2 siglingu og dagsetting skiftir kanski ekki alveg öllu enn eftir mótið er náttla öllum velkomið á drumbó og menn geta grillað sér og tjaldað en eina er að það fer smá ettir hva er að gerast á drumbó enn þá getum við líka verið á faxa tjaldstæðinu ég veit að það er mikill spennignur hjá okkur í arctic og allir til í að mæta og búið að taka nokkrar æfingar enn endilega látið okkur vita þegar þið eruð búin að finna tima og dag
kv. gaddi arctickleina

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jún 2008 00:42 #2 by Anna Lára
Já ég held að það sé réttast að finna betri tíma... en bara með því skilyrði að mætingin verði betri.

Hins vegar hittir 12 júlí á sama tíma og sjómótið er fyrir vestan á Sælunni og ég býst við að Halli fari þangað... en að hafa þetta um næstu helgi eða þá 19 júlí? Daði og Erik eru erlendis, og Gilli þarf að æfa sig :woohoo: til að vera með...

Endilega hvað segið þið straumendur.... er það 5 júlí eða 19 júlí...

Það væri gaman að tala við þá sem eru að vinna hjá Arctic og athuga áhugann hjá þeim á að vera með!

bestu kveðjur
Anna Lára

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jún 2008 03:19 #3 by Tinna
Ég legg til laugardaginn 10.júlí, seinni partinn. Fólk getur þá farið að undirbúa sig, taka nokkrar ferðir og svona.

:kiss:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2008 15:19 #4 by Anna Lára
Ætlar fólk ekkert að taka þátt í mótum í sumar??

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2008 03:11 #5 by Anna Lára
Hvað gerðist Kalli... En hrikalegt að slasa sig og sumarið rétt að byrja...:(
Þú getur samt verið með og talið stig eða tíma ;)

Tinna geturðu ekki talað við vinnufélaga þína hjá Arctic rafting og séð hvort sunnudagurinn hentar betur...

Hvernig leggst sunnudagseftirmiðdagur í fólk?? Eða eigum við að seinka um 1-2 vikur?

Keppnisfyrirkomulag: Róið í kapp við tímann 3-4 í einu í undanriðli eða startað með 1-2 mínútna millibili fer eftir fjölda þátttakenda hvað er valið... Ef það eru margir keppendur er hægt að hafa einhverja markpósta/ leiðir...hefur einhver annar tillögur? Þarf að vera einfalt og ganga upp, ekkert bull!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2008 16:49 #6 by gilli
Jamm, styð það að reyna finna annan dag. Er á báðum áttum hvort ég taki þátt eða verði áhorfandi :blink:

kv,
Egill Maron.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2008 16:38 #7 by Tinna
Mig langar að mæta, veit samt ekki um dagsetninguna :blink: Ef stefnan er að hafa arctic-fólk með (sem getur þá mætt í fyrstalagi um 17-18 leytið) og einnig eru náttúrutónleikarnir um kvöldið og örugglega margir sem ætla á þá, þá er tíminn ansi naumur fyrir kappróðurinn sjálfann.

Hvernig væri að finna annan dag????

Væri gaman að heyra hvað fólk hefur að segja um það

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2008 15:42 #8 by StebbiKalli
Þetta verður ábyggilega hörku stuð:woohoo: . Ég sé reyndar ekki fram á að geta verið með tókst að taka viðbeinið mitt úr lið og núna stendur það bara út í loftið og er ekki alveg að fatta hvar það á að vera.:angry:
Er eitthvað búið að ákveða með keppnisfyrirkomulag eða verður það tilkynnt á staðnum?
kv
Kalli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2008 14:36 #9 by Anna Lára
Hæ hæ

Það er á dagskrá að hafa Tungufljótskappróður næstkomandi laugardag.

Á elliðaárródeó voru þátttakendur mjög fáir þannig að nú væri gott að vita hvernig stemningin er fyrir mótinu á laugardaginn?

Hverjir ætla að mæta? Endilega að melda sig og ýta í félagana að gera slíkt hið sama.

kær kveðja Anna Lára<br><br>Post edited by: Anna Lára, at: 2008/06/25 10:37

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum