Kayaksíðan og straumvatn

28 jún 2008 01:03 #1 by Anna Lára
Það er nú ekki skrítið að ekki hafa verið nein email... það er ekkert búið að vera í gangi... Kalli, Daði, Erik og Gilli hafa hingað til verið þeir einu sem hafa verið að róa og allir reynsluboltarnir eru týndir eða jarmandi í útlöndum af því þeir sakna svo kuldans á Íslandi... hér er ískalt og svalandi vatn sem frýs á kinnum og eina leiðin til að lifa er að róa eins og geðsjúklingur :silly:

Þetta er samt allt að gerast ég er að sleppa úr prísundinni, Tinna er mætt á klakann og fullt af nýju og áhugasömu fólki að byrja. Við verðum að peppa þetta upp saman á léttu nótunum og SKEMMTA OKKUR :laugh:

súper kveðja
Captain Annie á bleika ofurskipinu<br><br>Post edited by: Anna Lára, at: 2008/06/27 21:03

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2008 04:54 #2 by palli
Replied by palli on topic Re:Kayaksíðan og straumvatn
Um að gera að benda á það ef fólk er ekki sátt við heimasíðuna. Fínt að fá korka frá Jóni Skírni jafnóðum og hann dregur þá úr hvítvínsflöskunum til að skola niður ostafondúinu þarna í Sviss.

Held samt að mætingin á Viðeyjarhátið um verzlunarmannahelgina 1984 slái út Elton John þrátt fyrir miklar auglýsingar og væntingar.

Gleði B)

Palli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2008 03:02 #3 by Anna Lára
Hefurðu ekkert að gera í útlöndum Jón Skírnir annað en að skrifa á korkinn??

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2008 01:16 #4 by Rúnar
Það skal viðurkennt að keppnisnefndin hefði að ósekju mátt setja inn auglýsingu á heimasíðuna fyrr, sérstaklega vegna þess að það var ekki mikill áhugi á Elliðaáródeóinu. Auglýsingarnar virka, annars væru hlutir líklega aldrei auglýstir. Ég pældi bara ekki nógu mikið í þessu.
Á hinn bóginn má benda á að frétt um Bessastaðabikarinn kom á vefinn mánudaginn 16. júní en keppnin sjálf var haldin 21. júní. Fyrirvarinn í því tilviki var því ekki miklu lengri. Þá var Elliðaáarodeo auglýst um leið og Reykjavíkurbikarinn og með nákvæmlega sama hætti en við litlar undirtektir. Dræm þátttaka í vor er ástæðan fyrir því að við erum nú að tékka á stemningunni fyrir Tungufljótið. Það er jú hæpið að halda mótið ef aðeins tveir ætla keppa. Eða hvað?
Nefndin mun ekki klikka á þessu aftur og því minnum við nú á Haustkeppnina 6. september.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2008 23:12 #5 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Kayaksíðan og straumvatn
Þá er þessu komið til skila :)
Þegar ég sagði dagskrá þá meinti ég að sjálfsögðu dagskránna á forsíðunni, vissi ekki að hún væri biluð.
Mín kenning er samt sú að því betur sem atburður er auglýstur því betri er mætingin, kannski fyrir utan Elton John á Laugardalsvelli :)
En hin kenningin mín er líka sú að hlutir auglýsa sig ekki sjálfir, aftur fyrir utan Gilzenegger kannski.

Grínið flæðir
jsa út

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2008 20:30 #6 by palli
Replied by palli on topic Re:Kayaksíðan og straumvatn
Við skulum endilega gera betur varðandi strauminn. Tungufljótið hefur verið í margar vikur inni á dagskrá, reyndar er módúllinn á forsíðunni bilaður og sýnir ekkert nema fimmtudagsróðrana og ég er að reyna að fixa það og búinn að slökkva á honum. Öll dagskráin sést þegar smellt er á \&quot;Dagskrá\&quot;. Flestar fréttir sem eru á forsíðu eru þangað komnar eftir frumkvæði frá þeim sem halda viðburðina, oft er þetta þannig að dagskrá breytist frá upphaflegum upplýsingum og best er að fá póst frá þeim sem halda viðkomandi viðburð. Dæmi um þetta eru meira og minna allt á forsíðu, Bessastaðabikar, Egill Rauði, Reykjanesið o.s.frv. Endilega baunið á mig beint eða kayakklubbur@gmail.com - en ég verð að segja að meðan ég veit ekki einu sinni hvort keppni eða ferð verður farin/haldin eins og verið hefur að undanförnu þá er hæpið að senda fjöldapóst eða frétt á forsíðu vegna hennar. Þeir sem standa fyrir ferðum og keppnum eða láta sig málið varða eiga endilega að sýna frumkvæði og geta sent póst á mig, Halla Njáls og Steina X svo einhverjir séu upptaldir.

hilsen

Palli Gests

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2008 16:33 #7 by Tinna
Replied by Tinna on topic Re:Kayaksíðan og straumvatn
sammála, skrýtið að lítið hefur sést í emailum um straumkayakróður og ekki heldur á forsíðu.

En um að gera að ýta á fólk að mæta á Tungufljótsródeó, það er gaman bæði að taka þátt og svo einnig að horfa á.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2008 15:42 #8 by jsa
Hvers vegna eru straumviðburðir ekki auglýstir eins mikið á heimasíðunni og sjóviðburðir.

Núna sé ég á korkinum að það er Tungufljóts Race á laugardaginn. En það hefur ekkert birst um það í dagskránni eða á forsíðu klúbbsins. Ég hef heldur ekki fengið tölvupóst til að ýta við mér. Mig minnir að Elliðaárródeó hafi verið jafn vel auglýst á sínum tíma.

Ég er ekki að segja að ég hefði mæt persónuleg ef ég fengi ámynningu með lengri fyrirvara, en ég held að almennt þá séu 3 daga frekar stuttur fyrirvari til að fólk geti skipulagt sig og byggt upp stemmingu.

En hingað til hefur reynst best að tala bara beint við Jón Heiðar, til að hann geti fríað alla kayakkrakkana hjá Arctic fyrir reisið.

Góða skemmtun úr bráðn hita í útlöndum.
jsa

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum