Nú er að kanna áhuga kayakræðara fyrir þessari áætluðu ferð í Staumfjörð á Mýrum. Straumfjörður á Mýrum er afar skemmtilegt róðrarsvæði og hentar vel sem dagsferð. Veðurútlit nú í upphafi viku er gott, hægviðri og stillt í sjóinn. Nú er að láta í sér heyra hér á korkinum um áhuga á ferðinni.
\"Farið á vinsælan stað frá fyrri árum. Ferð sem er sérstaklega ætluð þeim sem eru að byrja á að ferðast á kayak, þar sem reyndari félagar munu leggja sig eftir því að leiðbeina þeim óreyndu. Straumfjörður er sérstaklega fallegur staður stutt frá Reykjavík. Farið er niður á Mýrar rétt handan við Langá á Mýrum í átt að Ökrum og þar áfram þar til komið er að afleggjara niður í Straumfjörð. Fara þarf varlega vegna kríuunga á veginum nálægt bænum. Róið verður annaðhvort norður að Knarrarnesi og e.t.v.í átt að Hjörsey á Mýrum eða suður með ströndinni að breiðum hvítum sandströndum við mynni Borgarfjarðar og farið heim undir kvöld.\"
Umsjón: Ferðanefnd, Reynir Tómas Geirsson eða Sævar Helgason.
Post edited by: Sævar H., at: 2008/07/07 12:06<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2008/07/07 23:29