Flott hjá ykkur að klára þetta og hafa gaman af. Það væri gott ef hægt væri að fá endanleg úrslit til að skrá fyrir Íslandsbikarinn.
Ég verð að segja að það er frábært að þið gátuð þetta án mín
Ekki það að ég efaðist eitthvað um að þið gætuð það en pósturinn byrjaði á því að gagnrýna keppnisnefnd sem ja er fáliðuð vegna fárra áhugasamra.
Hins vegar vil ég ekki að nefndin sé að fá skammir fyrir skróp hjá mér þar sem hún er að vinna gott starf í Sjókayakkeppnum. Mig langar einnig að benda á að Viktor hjá Arctic rafting bauðst til að \"sjá um\" mótið án þess að það hafi verið með formlegum hætti enda hefði þetta mót orðið lítið án þeirra eins og fram kemur í póstinum og ég stólaði á áhuga þeirra sem kom að fyrra bragði.
Hins vegar þá særa þessar umræður mig mikið þar sem ég lét að alla mína félaga vita að ég myndi að öllum líkindum ekki komast til að vera með sem er minn missir og er ástæðan einfaldlega sú að ég átti að fara að skila mastersverkefninu mínu sem ég hef verið að vinna í síðastliðna 6 mánuði 2 dögum síðar og verð að segja að það skipti mig miklu meira máli en þetta mót. Einnig var búið að sjá til að auglýsa mótið og nokkurn veginn ákveða uppsetninguna, þó að ekki hafi verið búið að ákveða hver gerir hvað enda átti að gera það á staðnum.
Ég gerði eins mikið og ég gat og verðlaunin eru hjá mér og ég kem þeim á rétta aðila ef hægt væri að fá formleg úrslit.
Til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur þá vil ég láta ykkur vita að næsta mót sem verður ródeó verður fyrstu helgina í september eins og það hefur alltaf verið og ef einhver vill taka að sér að halda utan um það þá má hann/hún bjóða sig fram.
Einnig ef fólk hefði verið áhugasamt um að hjálpa ef það hefði verið beðið er ekki eitthvað sem ég finn á mér sérstaklega ef ég umgengst það ekki daglega. Það er eiginlega betra að heyra slíkt fyrirfram enda var mótið auglýst og til umræðu áður en það var haldið. Reynsla mín hefur sýnt að það þarf að ganga á eftir fólki og grátbiðja það og ég hef því miður ekki mikinn tíma aflögu í slíkt þannig að þeir sem vilja og geta verið með eiga að sjálfsögðu að láta vita.
Svo við klárum nú að ræða öll mál sem hafa komið fram á þessum pósti þá er verið að hallmæla virkni í straumhlutanum og ef þið sjáið það ekki sjálfir þá þarf nýliðun til að vöxtur verði í greininni. En lítið var gert í því í fyrra og ekki í ár heldur í straumnum. Maggi hefur staðið sig mjög vel í nýliðun í sjónum en ekkert er að gerast í straumnum. Það er samt markmið mitt að koma af stað unglinga starfi og námskeiðum í straumnum en það gerist ekki með einhverju hálfkáki þegar ég er að enn með skólann á bakinu. Hljómar eins og ég sé ein en ég hef ekki hug a að gera þetta ein heldur fá alla sem hafa tíma til að taka þátt í því að koma af stað markvissri nýliðun.
Það þýðir lítið að tuða og gagnrýna á korkinum. Það þarf að gera eitthvað í málunum. Koma svo látið verkin tala.
Bestu kveðjur Anna Lára