Kapp er best með smásjá

02 ágú 2008 12:26 #1 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Kapp er best með smásjá
Töff að lesa að Tungufljóts róðurinn hafi gengið vel, þetta er alltaf stemmnings róður.

Ég ætlaði ekki að svara þessu, en hér er það:
Gummi til hvers að grenja bara á internetinu alla daga og dissa þá sem eru að gera eitthvað. Ég sé ekki að það hjálpi neinum. Mín reynsla af þessu klúbbstarfi er að ef maður vill að eitthvað sé gert er mun uppbyggilegra að bjóða fram aðstoð í staðin fyrir að vera bara fúll á móti á netinu.

Þessir gömlu góðu dagar sem þú talar alltaf um eru augljóslega nokkuð gamlir og voru mjög góðir, þökk sé þér og fleirum. En þeir koma ekki aftur þó að þú minnir reglulega á þá og dissir aðra í leiðinni. Hvernig væri að þú sýndir frekar bara fram á það í verki hversu gott þetta var allt saman.

Anna Lára þú mátt ekki taka alla gagnrýni svona nærri þér.

Og bara til að það sé á hreynu þá hef ég ýmislegt annað að gera en að skrifa á klúbbkorkinn, ég skrifa stundum á Playak korkinn, er búinn með útsaums verkefnið mitt, er langt kominn með að gera upp antík mublu, er búinn að skrúfa saman heila búslóð af IKEA húsgögnum og er búinn að gera mína fyrstu (og einu loopu) og er búinn að læra Felixinn á flötu vatni, næsta skref er að taka hann í öldunni, búinn að rækta mega mottu, svo er ég búinn að finna bæ í Tyrklandi sem heytir Skirnir er að pæla í að skella mér í heimsókn B)

Ég er farinn að róa.
Út
Gaurinn með skíðastafina.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 júl 2008 17:00 #2 by arnar84
Helló, ég hef verið að svamla pínu á sjókayak en vill prófa straum ,hvernig nálgast maður þetta?:cheer:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 júl 2008 13:38 #3 by Anna Lára
Flott hjá ykkur að klára þetta og hafa gaman af. Það væri gott ef hægt væri að fá endanleg úrslit til að skrá fyrir Íslandsbikarinn.

Ég verð að segja að það er frábært að þið gátuð þetta án mín :blink:

Ekki það að ég efaðist eitthvað um að þið gætuð það en pósturinn byrjaði á því að gagnrýna keppnisnefnd sem ja er fáliðuð vegna fárra áhugasamra.

Hins vegar vil ég ekki að nefndin sé að fá skammir fyrir skróp hjá mér þar sem hún er að vinna gott starf í Sjókayakkeppnum. Mig langar einnig að benda á að Viktor hjá Arctic rafting bauðst til að \"sjá um\" mótið án þess að það hafi verið með formlegum hætti enda hefði þetta mót orðið lítið án þeirra eins og fram kemur í póstinum og ég stólaði á áhuga þeirra sem kom að fyrra bragði.
Hins vegar þá særa þessar umræður mig mikið þar sem ég lét að alla mína félaga vita að ég myndi að öllum líkindum ekki komast til að vera með sem er minn missir og er ástæðan einfaldlega sú að ég átti að fara að skila mastersverkefninu mínu sem ég hef verið að vinna í síðastliðna 6 mánuði 2 dögum síðar og verð að segja að það skipti mig miklu meira máli en þetta mót. Einnig var búið að sjá til að auglýsa mótið og nokkurn veginn ákveða uppsetninguna, þó að ekki hafi verið búið að ákveða hver gerir hvað enda átti að gera það á staðnum.
Ég gerði eins mikið og ég gat og verðlaunin eru hjá mér og ég kem þeim á rétta aðila ef hægt væri að fá formleg úrslit.

Til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur þá vil ég láta ykkur vita að næsta mót sem verður ródeó verður fyrstu helgina í september eins og það hefur alltaf verið og ef einhver vill taka að sér að halda utan um það þá má hann/hún bjóða sig fram.

Einnig ef fólk hefði verið áhugasamt um að hjálpa ef það hefði verið beðið er ekki eitthvað sem ég finn á mér sérstaklega ef ég umgengst það ekki daglega. Það er eiginlega betra að heyra slíkt fyrirfram enda var mótið auglýst og til umræðu áður en það var haldið. Reynsla mín hefur sýnt að það þarf að ganga á eftir fólki og grátbiðja það og ég hef því miður ekki mikinn tíma aflögu í slíkt þannig að þeir sem vilja og geta verið með eiga að sjálfsögðu að láta vita.

Svo við klárum nú að ræða öll mál sem hafa komið fram á þessum pósti þá er verið að hallmæla virkni í straumhlutanum og ef þið sjáið það ekki sjálfir þá þarf nýliðun til að vöxtur verði í greininni. En lítið var gert í því í fyrra og ekki í ár heldur í straumnum. Maggi hefur staðið sig mjög vel í nýliðun í sjónum en ekkert er að gerast í straumnum. Það er samt markmið mitt að koma af stað unglinga starfi og námskeiðum í straumnum en það gerist ekki með einhverju hálfkáki þegar ég er að enn með skólann á bakinu. Hljómar eins og ég sé ein en ég hef ekki hug a að gera þetta ein heldur fá alla sem hafa tíma til að taka þátt í því að koma af stað markvissri nýliðun.

Það þýðir lítið að tuða og gagnrýna á korkinum. Það þarf að gera eitthvað í málunum. Koma svo látið verkin tala.

Bestu kveðjur Anna Lára

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2008 20:44 #4 by Steini
Húrra fyrir öllum sem mættu og Arctic Rafting fyrir hjálpina. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2008 16:24 #5 by Jói Kojak
Gummi: Ég er eiginlega ekki að halda neinum hópi saman - hef bara ennþá svo ógeðslega gaman af þessu að ég fer frekar í Hvítánna heldur en ekki neitt. Reyni að ná sem mestu útúr sumrinu því ég reikna ekki með miklum straumróðri í Köben næsta vetur. Þó er ég búinn að fjárfesta í creeker af stærstu gerð þar :P . Skelli mér vonandi upp til Noregs eða Svíþjóðar.
Það virðist bara vera einhver doði yfir þessu öllu - hverju svo sem um er að kenna. Þó svo einhverjir ætli sér í róður þá er það ekki endilega tilkynnt hér á síðunni. Hlutirnir breytast bara - og kannski lítið við því að gera. Ég er bara glaður ef ég kemst í róður - enda bölvaður einfeldningur ;)

Steini: Í karlaflokki kepptu: Jón Heiðar, Alli Möller, Ég, Garðar jr., Gummi Lummi, Kristján, Eric, StebbiKalli og Viktor.
Í kvennaflokki keppti Tinna.

Nákvæmlega hvernig sætin röðuðust veit ég ekki - veit hins vegar að ég vann ekki.

Um öryggismál og almennt pepp sáu Pandan og Pylsugerðarmaðurinn (Þröstur og Maggi).

Um áhorf sáu nokkrir nýliðar í sportinu auk starfsfólks Arctic Rafting.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2008 02:27 #6 by Steini
Hvað mættu margir og hver vann ??

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 júl 2008 01:42 #7 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Kapp er best með smásjá
Ágæti Jói ég tek kanski svolítið stórt upp í mig með því að segja að straumvatnsróður hefur hnignað stórlega eftir að ég og hinir félagar þínir í \"Oldboys\" minkuðum straumvatnsróður okkar.
Nú verða eflaust margir fúlir en þeir meiga líka vera það því þeim hinum sömu hefur alls ekki tekist að halda úti jafn öflugum ferðum í straumvatnið og við héldum úti hér forðum. Ég hefði mætt á þriðjudag til að dómgæslast ef einhver hefði beðið mig um það og ég hefði öruggla getað dregið einhvern úr gamla hópnum með mér. En það er eins með okkur og ykkur hina að það þarf að tala við okkur en mér skilst að það sé einmitt gallin við þetta allt saman núna þeas að menn tala ekki mikið saman nema þá í mjög þröngum hópum.
Þegar \"OldBoys\" fóru í sína ferði var kynnt undir á korknum sem Hilmar bjó til fyrir klúbbinn og síðan sendum við SMS á alla sem við mundum eftir að ættu dollu sem flaut. Oftast vor þetta drulluskemmtilegar ferðir enda vorum við allir jafn ömurlega lélegir og gátum hlegið af sömu aulabröndurunum ferð eftir ferð.
Hver man ekki eftir því þegar annars ágætur rafting skipper sagði okkur \"killer\" sögur úr Hvítá, sögur sem fengu hárin til að rísa á höfðum okkar og jafnvel hörðustu naglarnir í hópnum beygðu af og fóru með faðirvorið áður en lagt var í hina ægilegu dauðaflúð með hinu hrikalega nafni \"Illvitinn\"
Ég segi bara fyrir sjálfan mig ég hélt að ég væri á leið út í opin dauðan, slíkar voru lýsingarnar. Þessi ágæti skipper fór síðan með okkur \"OB\" niður Ytri Rangá sína fyrstu ferð og þá nutum við þess að segja honum frá því að dauðin byggi bak við hvert horn en þó sérstaklega í \"Litlu Nautavík\" og beygðum af til að hlæja í þetta skipti.
Ég held að ég eigi ennþá öll gömlu GSM númerin úr kayakhópnum og gæti átt þá til að senda á gömlu línuna eins og eitt SMS síðar í sumar undir nafninu \"NostalgíuróðurOldBoys\" hver mundi vilja missa af slíku ?
Jói minn ég veit að þú stendur þig alveg helvíti vel í því að halda þessum litla hóp sem eftir er saman en þið hinir held ég að eigið að minnka aðeins kröfurnar um róðrarfélaga því annars eignist þið ekki neina nýja og þá verður maður bara að sætta sig við að vera megnið af sumrinu að eltast við báta og búnað fyrir aðra. Það er bara gaman og gefur ótrúlega mikið.

En mikið djöfull vorum við samt orðnir þreyttir á að eltast við draslið hennar Anne Mette...............


Einhvað gæti gerst í ágúst.......:blink:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 júl 2008 22:10 #8 by Jói Kojak
Vil bara þakka þáttakendum og áhorfendum fyrir ansi hreint heimilislega og kósý keppni í Tungufljótinu sl. þriðjudag. Myndaðist góð stemning þrátt fyrir fámennið. Sem færir mig nær því sem mér liggur á hjarta. Hvar í ósköpunum er keppnisnefnd klúbbsins? Hverjir eru í henni? Hvers vegna voru ekki veitt verðlaun? Bara pæling hjá mér.

Annars tókst okkur keppendum bara vel upp með mótshaldið B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum