Hérna er smá fróðleikur frá reynsluboltanum í útlöndum.
Ég var að skoða internetið hérna erlendis og kíkti á síðu
American White Water
það er víst hægt að lesa tímaritin á netinu. Þetta er nýtt fyrir mér. Greinin á bls 4 í júní/júlí heftinu 2008 er t.d. mjög góð.
Annars vildi ég ræða um Felixinn, sem er nýjasta gayboat múvið sem ég er að æfa.
Það er fyrsta múvið sem gaurinn tekur og síðsta múvið sem hann klúðrar.
Þetta er mjög einfalt múv og má æfa í sundlaug, eða flötu vatni. Það er auðveldara að vera á stuttum bát til að gera þetta. Til að gera múvið þarf maður að kunna bakveltu. Múvið er svo bara bakvelta, en horninu á árablaðinu miðað við vatnið er breytt þ.a. báturinn snúist í láréttu stefnuna um leið og maður gerir veltuna.
Til að æfa þetta á flötu vatni er best að taka eftir því hvernig maður snýr gera bakveltu og reyna að snúa í hina áttina þegar að maður kemur upp. Ef maður gerir veltuna með hægri hendi, veltir sér á hvolf vinstramegin, þá má segja að þegar að maður fer á hvolf vísar báturinn á c.a. klukkan 10-11 og þegar að maður kemur upp vísar hann á c.a. 1-2. Þegar að maður er búinn að ná þessu, þá þarf bara að gera það hratt. Svo má bæta við einu árataki með vinstra árablaði áður en maður gerir veltuna, ég held að maður muni gera það á öldunni seinna. Svo þegar að þetta er komið er bara að finna smá leikstað, littla öldu eða holu (Elló?) og go for it.
Ef maður kann Felix, þarf bara að ná smá bounci á öldu og gera hann í loftinu þá er kominn Helix. Ef maður kann Helix þá er hægt að gera það sama nema að byrja með bátinn klukkan 12 og enda klukkan 12 (engin snúningur) og þá er komið airscrew.
Svona er nú undraheimur gayboater töffarana. Ég vona að þið skilduð orð af því sem ég skrifaði. En ef þið fattið hreyfinguna þá er þetta EZ eins og sagt er hérna erlendis.
Núna er ég farinn að róa.
Skirnir