Eins og sjá má hentar röstin einstaklega vel til æfinga, þar sem hægt er að velja sér ölduhæð. Röstin var 50-100 metra breið og 500-700 metra löng, aldan stærst í miðjunni og nánast sléttur sjór báðum megin við röstina.
Heyrði í Halldóri Sveinbjörns í gærkvöldi. Hann ásamt öðrum var á fullu að bjarga verðmætum úr brunanum í klúbbgeymslunni hjá sér á Ísafirði sem lesa má um hér á síðunni. Þetta eru slæmar fréttir og sendir klúbburinn þeim baráttukveðjur.
Hann sagði mér líka að 19. til 21. september ætla vestfirðingar að fjölmenna í Reykjanes í Ísafjarðardjúpi.
Allir eru að sjálfsögðu velkomnir að kíkja með. Skemmtilegar aðstæður hafa skapast með byggingu brúarinnar og svo býður staðurinn uppá róðraraðstæður við allra hæfi.
Boðið verður uppá pakka sem inniheldur gistingu og mat á sanngjörnu verði (meira um það síðar). En
vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.