Reykjanes 19. til 21. sept.

08 sep 2008 17:12 #1 by Rúnar
Halldór minnti aftur á þennan atburð við verðlaunaafhendinguna á laugardag - þeirri áminningu er komið á framfæri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 ágú 2008 18:26 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Reykjanes 19. til 21. sept.
Reykjanesið er einstakt til róðurs. Röstin sem var um Hvítasunnuna undir nýju brúnni má sjá á eftirfarandi mynd
picasaweb.google.com/SveinnAxel/2008_05_...#5238831912155291122

Eins og sjá má hentar röstin einstaklega vel til æfinga, þar sem hægt er að velja sér ölduhæð. Röstin var 50-100 metra breið og 500-700 metra löng, aldan stærst í miðjunni og nánast sléttur sjór báðum megin við röstina.

Fleiri myndir frá Hvítasunnuhelginni er að finna á
picasaweb.google.com/SveinnAxel/2008_05_12KayakReykjanes

kveðja
Sveinn Axel<br><br>Post edited by: SAS, at: 2008/08/26 15:10

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 ágú 2008 10:11 #3 by GUMMIB
Sæl

Heyrði í Halldóri Sveinbjörns í gærkvöldi. Hann ásamt öðrum var á fullu að bjarga verðmætum úr brunanum í klúbbgeymslunni hjá sér á Ísafirði sem lesa má um hér á síðunni. Þetta eru slæmar fréttir og sendir klúbburinn þeim baráttukveðjur.

Hann sagði mér líka að 19. til 21. september ætla vestfirðingar að fjölmenna í Reykjanes í Ísafjarðardjúpi.

Allir eru að sjálfsögðu velkomnir að kíkja með. Skemmtilegar aðstæður hafa skapast með byggingu brúarinnar og svo býður staðurinn uppá róðraraðstæður við allra hæfi.

Boðið verður uppá pakka sem inniheldur gistingu og mat á sanngjörnu verði (meira um það síðar). En
vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.

Kveðja
Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum