Fjörudagur á Álftanesi

04 sep 2008 17:35 #1 by Tryggvi Tr.
Við Sviðar þökkum góða mætingu s.l. sunnudag.
Áhorfendum í fjörunni fannst tilkomumikil sjón að sjá hópinn (12 ræðarar) koma inn í Bakkafjöruna í lognbjarta stórstraumsfjöruna.
Við kynntum íþróttina m. smásýningu og rérum út m. áhugasama í tveggja manna bátunum sem við eigum.

Á heimasíðu Álftaness eru myndir og fréttir frá deginum.

alftanes.is/pages/fettasida/nr/76184/

Éger byrjaður að fá fyrirspurnir frá áhugasömum og strax komnir nýir félagar í kjölfar vel heppnaðrar kynningar.

Tryggvi Tr. _ 8972380

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2008 19:22 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Fjörudagur á Álftanesi
Myndavélin var með í för í gær. Nokkrar myndir er að finna á picasaweb.google.com/SveinnAxel/2008_08_31Kayak_Alftanes

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2008 19:35 #3 by Tryggvi Tr.
Bakkafjara er nyrst á nesinu en þaðan liggur tangi út í Hrakhóla sem eru mjög áhugaverður staður fyrir alla sem hafa áhuga lífríki fjörunnar.

Mætingarstaður kajakmannae er við nýja aðstöðu okkar Sviðafélaga. Hittumst kl. 12oo.

Þegar komið er út Álftanes er beygt til vinstri við Bessastaðaafleggjarann. Haldið áfram í vestur og beygið til vinstri við golfvöllinn.
Haldið áfram út að Hliði (þar sem Thailenski veitingastaðurinn er) en á þeirri leið getið þið varla misst af okkur m. litríka kajakana.
Sláið á þráðinn ef þið villist samt.

vinsamlegast _ Tryggvi Tr. gsm: 8972380

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2008 19:35 #4 by Tryggvi Tr.
Bakkafjara er nyrst á nesinu en þaðan liggur tangi út í Hrakhóla sem eru mjög áhugaverður staður fyrir alla sem hafa áhuga lífríki fjörunnar.

Mætingarstaður kajakmannae er við nýja aðstöðu okkar Sviðafélaga. Hittumst kl. 12oo.

Þegar komið er út Álftanes er beygt til vinstri við Bessastaðaafleggjarann. Haldið áfram í vestur og beygið til vinstri við golfvöllinn.
Haldið áfram út að Hliði (þar sem Thailenski veitingastaðurinn er) en á þeirri leið getið þið varla misst af okkur m. litríka kajakana.
Sláið á þráðinn ef þið villist samt.

vinsamlegast _ Tryggvi Tr. gsm: 8972380

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2008 18:56 #5 by Sævar H.
Þetta er áhugavert . Hvar er mætingarstaðurinn ? Og það er talað um að róa í Bakkafjöru er hún á Álftanesi ?
Er ekki ágætt Tryggi að setja leiðarlýsingu fyrir okkur utanbæjarfólkið (ég er úr Hafnarf,) hér á korkinn ?
Veður verður gott samkvæmt spá

Kveðja<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2008/08/30 14:57

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2008 15:31 #6 by Tryggvi Tr.
Fréttin á fréttasíðu Kayakklúbbsins er frekar sniðin að félögum mínum í Sviða.

Allir kajakvinir okkar eru velkomnir til að taka þátt í fallegum degi, en spáin er ágæt.

Þeir sem vilja taka þá í dagskránni og vilja fá meiri upplýsingar um fyrirkomulag hringi í undirritaðann.

vinsamlegast _ Tryggvi Tryggvason
gsm: 897 2380

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum