Þakka öllum sem komu að keppninni í dag kærlega fyrir skemmtilegan og eftirminnilegan dag. Keppnin var eftirminnileg fyrir þær sakir að þetta var 10 keppnin, ný nöfn birtust í verðlaunasætum og tveir voru jafnir í fyrsta sæti. Frá mínum bæjardyrum séð var keppni mjög svo kaflaskipt og fjölbreytileg. Þegar lagt var af stað frá Geldinganesinu voru aðstæður hinar bestu, bæði meðvindur og meðstraumur þannig að meðalhraði fyrstu km var 11 km/klst. Gamanið kárnaði hins vegar þegar nálgaðist Kjalarnesið en þar tók við mjög krefjandi öldulag sem leiddi m.a. til þess að ég gat ekki fengið mér að drekka sem átti eftir að koma í bakið á mér síðar meir. Þegar að fyrsta stoppi var komið var sjóveiki og sinadrættir að hrjá mann eftir öldurótið. Á öðrum legg tók við ágætis lens með mótstraum og sinadrættir farnir að segja verulega til sín sem leiddi m.a. til þess ég varð að stoppa með aðstoð Örlygs til að fá mér að drekka. Mér smá tókst að jafna mig og þegar síðasti leggur tók við var ég orðinn nokkuð góður. Síðasti leggur var alveg sléttur og nánast logn en töluverður mótstraumur. Ég var kominn í þriðja sæti á eftir Ásgeir og Örlyg en leikar enduðu þannig að við Örlygur vorum jafnir í fyrsta sæti, svo kom Hilmar og loks Ásgeir í 4 sæti. Mér tóks að bæta tímann minn um 2 mín þrátt fyrir allt vesenið þannig að ég er sáttur. Kjötsúpan klikkaði ekki frekar en fyrri daginn hjá Pétri, takk fyrir mig.