Bakkaflatarannáll........

15 sep 2008 01:09 #1 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Bakkaflatarannáll........
Ég verð að vera sammála Dóra þarna.
Það kemur samt ekki fram í fréttinni hverjir slógust, ég á erfitt með að trúa því að gædarnir hafi verið að berja hvor annann.

Það er bara vonandi að Jón SunnanHeiðar fari að fikra sig norður á bóginn og taki yfir þennan rekstur. Ég held að Maggi og Siggi séu alveg búnir að sýna hvers megnugir þeir eru í þessum bransa.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2008 14:48 #2 by Jói Kojak
Bara bæði, er það ekki Dóri? B)

Annars kemur þetta manni svo sem ekkert á óvart. Báðir að reyna að hámarka gróðann en svo fær maður það á tilfinninguna að hvorugur þeirra skilji í raun útá hvað þessi bransi gengur. Þeir fæla fólk frá. Held líka að það væri ágætt ef þeir hefðu eitthvert vit á \"vörunni\" sem þeir eru að selja.

Svo hjálpa svona uppákomur ekki okkur sem erum andvíg virkjunum þarna. Því miður.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2008 13:23 #3 by havh
Replied by havh on topic Re:Bakkaflatarannáll........
veit ekki hvort ég eigi að hlæja eða gráta...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 sep 2008 02:16 #4 by Gummi
Tekið af mbl.is

Til átaka kom þegar starfsmenn tveggja flúðasiglingafyrirtækja deildu um afnot af vegi í Skagafirði í gær. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Sauðárkróki voru það starfmenn fyrirtækjanna Bakkaflöt og Hestasport sem bjóða upp á flúðasiglingar, sem tókust þar á.

Bæði fyrirtækin hafa fengið leyfi hjá bóndanum í Villinganesi til að gera veg að ánni. Átökin má hins vegar rekja til þess að starfsmönnum Hestasports var synjað um leyfi til að nota veg Bakkaflatar.

Forráðamenn Bakkaflatar hafa sett hlið á veginn og læst því. Starfsmenn Hestasports brugðust við því með því að brjóta upp lásinn og koma fyrir rútu á veginum. Þegar þeir hugðust sækja hana höfðu starfsmenn Bakkaflatar síðan lagt bílum í veg fyrir rútuna.

Starfsmenn Hestasports fóru með vörubíl á svæðið í gær til að draga bílana í burtu. Eigandi vegarins kom um svipað leyti á staðinn á jeppa og fór svo að vörubílnum var ekið á jeppann. Starfsmenn Bakkaflatar drógu þá vörubílsstjórann út úr bílnum en þar sem vörubíllinn var í bakkgír rann hann aftur á bak á rútuna. Við það brutust út töluverð áflog og var lögregla kölluð á staðinn.

Þessi slagur er búin að standa í bráðum 10 ár og virðist engan enda ætla að taka.

:S

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum