Svona fyrir þá sem lesa alltaf bara korkinn en ekki fréttasíðuna er þetta endurtekið efni þaðan:
Íslandsmeistarar 2008 í kayakróðri, karla og kvenna, straum og sjó, verða krýndir á uppskeruhátíðinni laugardagskvöldið 27. sept í Kafarahúsinu Nauthólsvík.
Íslandsmeistari kvenna, sjókayak: Elín Marta Eiríksdóttir
Íslandsmeistari karla, sjókayak: Ólafur Einarsson
Íslandsmeistari kvenna, straumkayak: Tinna Sigurðardóttir
Íslandsmeistari karla, straumkayak: Stefán Karl Sævarsson
Allt kayakfólk er hvatt til að mæta á uppskeruhátíðina á laugardagskvöldinu, mæting um áttaleytið. Fyrir utan verðlaunaafhendinguna verður boðið upp á kayakvideosýningu og jafnvel eitthvað fleira fram eftir kvöldi. Um að gera að grípa með sér einhver drykkjarföng og ná upp smá uppskerustemningu ...