Hundasýningin gekk vel Gísli, hvuttinn náði í íslandsmeistarstig, vara-alþjóðlegt meistarastig og vann ræktunarhópinn ásamt systkinum. Hvuttinn stóð fyrir sínu í dag, annað en kallinn sem blés eins og versti fýsibelgur.
Mætti rétt fyrir 15:00 í Nautólfsvíkina. Við vorum sex (SAS, Orsi, Palli, Lárus, Guðm.Breiðdal og Óli íslmeistari) sem fórum á stað í miklum mótvindi, tókum stefnuna á Seltjarnanesið þar sem einn ætlaði að bætast við hópinn en hætti við. Væntanlega heyrum við meira af því í fjölmiðlum, því umhyggjusamir nágrannar á Ægisíðunni kölluðu á löggumanninn til hjálpar.
Rérum svo suður í Álftanesið, í krefjandi sjólagi, amk kláraði ég orkuna og þáði far með Cruser bensínhák til baka. High brace kom vel að notum, þegar vestan aldan flengdi okkur, skellti mér einu sinni flötum og Örlygur afgreiddi eina með hreinni snilld.
Tryggvi og félagar tóku einstaklega vel á móti okkur með heitu kakó, kaffi, kleinum og bakkelsi. Kayakklubburinn Sviði hefur komið sér upp flottri aðstöðu, eitthvað sem við getur tekið til fyrirmyndar á Geldinganesinu..
Fjórir réru til baka, á flottu lensi sem þeir vonandi segja frá.
Takk fyrir mig.
kveðja
Sveinn Axel