Ljós á kayakinn og í vestið fyrir kvöldróðra

03 okt 2008 15:57 #1 by SAS
Ég keypti 1 stk Mini Flasher og hef aftast á bátnum,undir dekklínunni. Keypti einnig Tracker ljósið og prófaði það í fyrsta skipti í gærkvöldi. Ljósgeislinn er allt í lagi í nánasta umhverfi, en dugar tæplega til að finna lendingarstað í myrkri. Í það þarf líklegast ljós eins og 2430 MITYLITE™ PLUS sem er 32LUM og kostar í dag 4.300 án afsláttar Ljósin sem við Gísli keyptum eru hins vegar 8 LUM.

kv
Sveinn Axel<br><br>Post edited by: SAS, at: 2008/10/03 10:26

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 okt 2008 14:05 #2 by Gíslihf
Sæll Sveinn Axel og takk fyrir ábendinguna. Ég fór í verslun Ólafs Gíslasonar í Sundaborg og keypti tvö rauð blikkljós, Mini Flasher 2130 LED og ég held þau henti vel til að setja á kayakinn aftan við mannopið á hvora hlið.
Svo keypti ég einnig lítið vatnsþétt vasaljós, MityLite 2300 2AA, en eg varð fyrir vonbrigðum þegar ég tók það upp og prófaði, mér virðist það vera dauft og ekki geta lýst upp í fjöru t.d. í 20 m fjarlægð til að skoða lendingarstað. Hugsanlega valdi ég ekki rétta gerð, enda rétti sölumaðurinn ekki við.
Kv.
GísliHF

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 sep 2008 18:03 #3 by SAS
Það hefur verið skortur á vatnsheldum ljósum s.l. vikur, þ.a. ég leitaði aðeins á netinu.

Ólafur Gíslason &amp;Co (www.olafurgislason.is/)
selur vatnsheld ljós frá Peli og eru þau alls ekki dýr.
Sjá nánar á olafurgislason.is/?mod=sidur&mod2=vi...7&sport=ymisljos

Samdi við þau (Þorkell Ingimarsson) um að félagar Kayakklúbbins fá 10% afslátt. Sýna þarf félagsskirteinið áður en gengið er frá greiðslu.

Ljósin eru vatnsheld,niður á 150 metra.
Rautt blikkandi ljós kostar kr. 2.092 með 10% afslætti.
Hvítt ljós (8 lumex) kr. 2.394 með 10% afslætti.
Þá bjóða þau ennisljós á 20% afslætti.


kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum