Kvöldróður að friðarsúlu 9. okt.

10 okt 2008 12:22 #1 by GUMMIB
Sæl

Átta fullvaxnir menn kláruðu þennan róður í fínu veðri.

Jókó sigldi upp að Viðey í ferðamannabát, söngur og gleðilæti bárust okkur til eyrna. En síðan tók hún bara fjarstýringuna á þetta og fíraði upp geislunum, fagnaðarlæti bárust frá bátnum.

Einu gestirnir sem voru viðstaddir í landi voru s.s átta gullfallegir og spengilegir kayakmenn sem horfðu á geislana mynda regnboga í úðanum.

En hvað um það alltaf gaman að taka smá kveldróður, þessi atburður er óðum að festa sig í sessi á atburðalista klúbbsins.

Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 okt 2008 00:57 #2 by valdiharðar
Valdi kunngjörir hér með þátttöku sína....hjálmlaus.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 okt 2008 11:10 #3 by maggi
Ég kem með.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 okt 2008 22:37 #4 by GUMMIB
Sæl

Þá fer þetta að taka á sig mynd. Kveikt verður á súlunni kl. 20:00 þann 9.okt. þ.e næstkomandi fimmtudagskvöld.

Ég mæli með að við gefum okkur 1 klukkustund í að róa út í eyjuna. Sem þýðir að sjósetning verður kl. 19:00 þann 9.okt. á Geldinganesinu.

Þetta á að vera ferð sem allir kayakmenn ráða við þannig að vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.

Og endilega haldið áfram að melda sig hér á korkinum til að rífa upp stemmninguna.

Veður: Sunnanátt 7 til 10 m/s
Sjávarstaða: fjara kl. 21:07

Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 okt 2008 00:49 #5 by Ingi
Góð hugmynd. Ég kem.Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 okt 2008 18:28 #6 by SAS
Mæti að sjálfsögðu.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 okt 2008 20:13 #7 by GUMMIB
Kvöldróður að friðarsúlu 9. okt.

Næstkomandi fimmtudag verður kvöldróður frá Geldinganesinu í Viðey þar sem fylgst verður með þegar kveikt verður á friðarsúlunni.

Í fyrra var þetta fín skemmtun búast má við að þetta verði ekki síðra nú.

Meira um tímasetningar o.fl þegar nær dregur. Áhugasamir endilega tjái sig.

Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum