Flott þetta, maður þarf að skella sér í róður með ykkur við tækifæri, kl 9 á sunnudagsmorgni er kanski full snemmt fyrir mig nema maður sé að koma úr flugi
Nú höfum við suðurnesjamenn tekið í notkun nýja aðstöðu fyrir kayak og seglbátafólk. Siglingafélagið Knörr hefur umsjón með aðstöðunni sem samanstendur af 20 feta skrifstofugám, 20 feta geymslugám og tveim 40 feta kæligámum. Staðsetningin er frábær því hún er fyrir innan brimvarnargarða á Fitjum í Njarðvík sem veita gott skjól í vondum veðrum. Við róum þaðan á sunnudagsmorgnum kl 9 og auðvitað er öllum kayakmönnum velkomið að nýta aðstöðuna með okkur og kíkja í \"sunnudagsróður\". Fyrir þá sem ætla að nota aðstöðuna reglulega er ókeypis geymslupláss fyrir kayaka. Þeir sem vilja nýta sér þetta geta haft samband við mig í síma 6995449.
Kveðja, Andri