Frábært veður og fjöldi báta sem lögðu af stað frá Eiðinu í morgun í austur og vestur. Róið út í Viðey og málin rædd yfir kaffibolla. Í hópurinn skiptist í tvennt í bakaleiðinni, þeir sem vildu smá hopp fóru hringinn en ég og nokkrir aðrir fórum sömu leið tilbaka í rjómablíðu. Við tókum eftir því að einhver hafði tekið sig til í nótt og stráð flórsykri yfir alla Esjuna og fjöll og fell í nágrenninu.Afskaplega vel tilfundið og smekklegt.
Kv. Ingi
ps nokkrar myndir frá Grænlandi´hér:http://picasaweb.google.com/IngiSig/GreenlandSummer2008?authkey=YVqOhPqVyxM#
Post edited by: Ingi, at: 2008/10/18 15:14