Það er fínt að fá svona lista um útbúnað og ber að þakka framtakið. Ég hef reynslu af því að gleyma oftast einhverju þegar farið er á sjóinn eða í gönguferð þegar allt var með nema gashylkið! Þess vegna hef ég verið með búnaðar- og matarlista í mörg ár fyrir gönguferðir, breytilega eftir dagafjölda.
Það má þó ekki vera til að fæla nýliða frá að koma með í félagsróður þegar hann sér svo ítarlega lista. Nýliði kemur með á þeim forsendum að geta treyst á hina vönu í hópnum og að þeir séu með allan þennan útbúnað. Nýliði getur því farið eftir styttri lista um lágmarksbúnað.
Svo er annað sem er ljóst þegar farið er yfir listann og það þekkum við vel sem höfum byrjað í sportinu hér heima:
Það er erfitt að nálgast allan þennan búnað, hann er ekki að finna á einum stað og í sumum tilvikum ekki hér á landi. Oft vantar einnig ráðgjöf um val á búnaði og ekki síst á fatnaði. Er hægt að bæta úr þessu einhvern veginn á forsendum klúbbsins? Hvernig fara þeir að hjá hjálparsveitunum t.d.?
Kveðja, GHF.