Jólagjöfin í ár, stolin hugverk

18 nóv 2008 16:18 #1 by jsa
Núna setti ég inn 20 mb .pdf fæl, sem heitir draft04... eitthvað.

Ég get amk opnað hann hérna í windows og séð opnurnar eins og þær eiga að vera. Enn og aftur er aðgangurinn

www.mydrive.ch
username: skirnir
passw: kayakmyndir

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 nóv 2008 21:52 #2 by jsa
Ég var að skoða nýjust útgáfuna í adobe á windows og sé að hún er frekar hökkuð, síðurnar sem eiga að vera hægra megin eru vinstramegin og öfugt. Þetta leit miklu betur út í Kubuntu hjá mér í gær, helvítis Windows veit ekkert hvað er hægri og hvað er vinstri ;)

Annars sendi einn Torfi Hjaltason mér míní útgáfu af gamla fælnum, draft02, þakka honum fyrir það. Ég fer kannski heim í kvöld og laga nýja fælinn og reyni sjálfur að minka hann.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 nóv 2008 18:00 #3 by jsa
Já sorry hvað þetta er stórt. Ég reyndi að láta forritið mitt pakka þessu meira og minka gæði, en ég endaði alltaf í sömu stærð. Ég er enginn sérfræðingur í þessu öllu. Ég nota forritið Scribus til að setja þetta upp... ef einhver er með góð tips.

Markaðssetningar herferðin er svo annarra manna handleggur. Ég vil bara gefa kayakkklúbbnum mínum skemmtilega jólagjöf.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 nóv 2008 17:13 #4 by Gíslihf
Það var skemmtilegt að skoða þetta framtak hjá þér Jón Skírnir, að vísu nokkuð stór pakki að hala niður!
Enda þótt ég sé ekki straummaður verð ég að koma frá mér hugmynd sem tengist þessu framtaki augljóslega. Þeir sem senda svona jólakveðju til erlendra viðtakenda eru að kynna landið og spennandi fallegar ár fyrir straummenn. Nú vantar þjóðina meiri gjaldeyri, atvinnutækifæri og ferðamenn. Hér er einn þáttur í því að laða fólk til landsins og þetta er viðskiptatækifæri. Kayakmenn Íslands eru gestrisnir og gera nánast allt án endurgjalds fyrir gesti sína, aka þeim á áfangastað, láta þá gista heima hjá sér og eru gædar og ferðafélagar fyrir þá á eigin kostnað og tíma. Það er fínt að vissu marki - en er ekki einhver sem sér viðskiptatækifærin í þessu. Skilgreina og markaðssetja hæfilega erfiðar leiðir, finna bændagistingu í nágrenninu, útbúa einhvers konar atburð, sjá um leiðsögn o.s.frv.
Ég tek það fram að þetta er ekki eitthvað fyrir mig - en látum ekki erlendan klúbb eða ferðaskrifstofu taka allt frumkvæðið frá okkur.
Kveðja til félaga heima og erlendis.
Gísli H. Friðgeirsson.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 nóv 2008 12:39 #5 by jsa
Jæja þá er ég búinn að bæta inn Eyvindará og Hvítá í Borgarfirði. Ég er líka búinn að fjarlægja Hólmsá af austurlandinu og laga texta á nokkrumstöðum og snirta uppsetninguna. Ég tók líka í burtu auðu síðuna eftir forsíðunni þ.a. núna er hægt að skoða þetta með tvær síður hlið við hlið og sjá opnurnar eins og að þær eiga að vera.

Nú væri gaman að fá fleiri punkta um það sem betur má fara, þetta er jú fyrsta uppsetningarverkefni sem ég tek að mér. Einnig er vantar baksíðumynd. Eitt sinn var tekin hópmynd af öllum eftir Tungufljótskappróður, datt í hug að það væri töff baksíðumynd... ef einhver á hana. Annarars lýsi ég eftir einhverju góðu.

Einnig ef einhver er ósáttur við að ég noti myndir frá þeim í leyfisleysi þá væri gott að fá það í andlitið núna, en ekki bakið seinna meir.

Sem fyrr má nálgast meistaraverkið á í möpunni kayakbok á
www.mydrive.ch
username: skirnir
passw: kayakmyndir

p.s.
Garðar það var gaman að rifja aftur upp þennan riverguide hans jhr. Ég las þetta sundur og saman þegar að ég var lítill. Textinn er snilld \"The Rage\".
jsa

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 nóv 2008 16:09 #6 by Tinna
Þetta er ótrúlega töff hjá þér, greinilegt að þú hefur ekkert að gera í þessu \"doctors\" námi þínu ;)

Bendi samt á smá starfabrengl í stóru-laxá kaflanum, en súper flott.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 nóv 2008 19:02 #7 by Heida
Snilld :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 nóv 2008 18:09 #8 by Garðar WC
já þetta er snilldar framtak hjá þér Jón. en ég leiði að vísu hugan að því hvort að þú hafir of mikin frítima þarna í úralandinu. Annars var Jón norðan heiðar byrjaður á svona river guide og það sem hann er búin með er á þessari síðu
www4.mmedia.is/jhr/arnar.htm
þarna eru líka myndir af helstu hetjum kayakróðurs á íslandi enda er þetta án efa best mannaði klúbbur fyrr og síðar.

Kv Garðar HM

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 nóv 2008 17:33 #9 by jsa
Já það vantar klárlega myndir úr Eyvindará.

Ég lýsi bara eftir myndum úr þeim ám sem vantar.

Kojak ég vissi að þú yrðir ánægður með þetta ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 nóv 2008 03:32 #10 by Jói Kojak
Djöfull er ég ánægður með þig Jón. Töff stöff.

Sammála með Hvítá í Borgarfirði. Hvað með Eyvindaránna?

A great place to take a beating, hehe:P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 nóv 2008 20:01 #11 by jsa
Já takk fyrir það
Ég á nokkrar myndir af Geithellnaá, en ekki það mikið að ég vildi gera opnu úr því... Svo vildi ég líka reyna að takmarka fjölda blaðsíðna.
Mér datt í hug að safna saman kannski lista af árnöfnum og setja inn í endann, sjáum hvernig það fer.

Það vantar líka myndir úr Hvítá í Borgarfirði. Mér finnst hún eiga fullt erindi inn.

Landafræðin, er svo annar handleggur. Til að byrja með reyndi ég að vanda staðsetningu örvarinnar, en undir lokin var ég fegin ef hún benti á réttan fjórðung. En ég laga Hólmsánna í næstu útgáfu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 nóv 2008 19:45 #12 by Steini
Frábært Jón !!!!! :cheer: :cheer:
Rétt búinn að renna yfir þetta, fann smá skekkju; staðsetningin á Hólmsá á landakortinu er röng. Er ekkert til frá Geithelnaá?<br><br>Post edited by: steini, at: 2008/11/03 11:48

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 nóv 2008 16:58 #13 by jsa
Jæja þar sem að ég hef ekkert annað að gera í útlöndum en að hanga á kayakkorknum þá er tilvalið að senda smá mánudagsskeyti.

Núna ríkir kreppa og eina leiðin til að finna almennilegar jólagjafir er að stela þeim. Það hef ég einmitt gert, en áður en að ég gef gjöfina þá vil á fá leyfi fyrir að stela. Eða gefa láta fólk vita að ég stal af því.

Ég hef útbúið Straumkayakmyndabókíslands, með straumkayakmyndum sem ég hef fundið hér og hvar. Hugmyndin er að prenta gripinn út og gefa kayakklúbbnum mínum og reyna þannig að lokka smá gjaldeyrir til Íslands á komandi árum.

Þarna eiga margir færir ljósmyndarar myndir s.s. Johann Norski (c.a. 50% mynda) og fleiri sem eiga fleiri eða færri myndir (flestir færri).

Það er hægt að nálgast version 0.2 á netinu (160MB), með því að fara á

www.mydrive.ch
Notenda nafn: skirnir
Lykilorð: kayakmyndir

Endilega sendið mér komment. Hugmyndin var ekki að gera guide bók, nema einhver nenni að skrifa texta.

Heilsa úr útlöndum
jsa

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum