Enginn kom með okkur Sæþóri í þennan aukaróður út að Engey. Kannski eins gott. Þetta var líklega sá kaldasti og fjandsamlegasti dagur sem maður hefur lengi upplifað á sjó. Vindkælingin ofboðsleg. Það var skítur og skömm að þessu bara.
Á morgun, MIÐVIKUDAG lítum við Sæþór til sjávar og róum frá Geldinganesi. Mæting er 12:30 og róið verður útí dýrðina, upp á Kjalarnes eða bara í þá átt sem nefið snýr. Öllum velkomið að koma með okkur. Lofum að drepa engan.
14 bátar á sjó í dag. Viðeyjarhringur með Geldinganeskrækju. Gola í byrjun sem gaf smálens. Mikið um æfingar og uppátæki í blíðunni á heimleiðinni, svona eins og menn væru að undirbúa sig fyrir næsta sörf í Þorlákshöfn.