Smá innlegg í málið :
Kort af Kollafirði með kayaksportið sem grunn er góð hugmynd hjá henni Bryndísi H.
Kayakfólkið á að styðja hana í því verki. Kollafjörðurinn og eyjarnar sem honum tilheyra og þessi einstaka dreifing þeirra gerir Kollafjörðinn að kjörsvæði sjókayaksportsins. Svona kort þyrft að mínu mati að vera á A1 blaði að stærð. Kortagrunnurinn þarf að blandast bæði sem sjókort og landkort . Sjóhlutinn þarf að vera með dýptarlínum í nokkrum litum og að öll sker og blind sker og rif séu sett inn. Nokkuð þéttar lengdar og breiddarlínur . Landseinkenni stranda séu skýr t.d klettar,sandfjörur og malir. Heppilegt er að kortið nái allt vestur til Akurayjar og markist við Kjalarnes í norðri. Allt þetta svæði er merkilegt og áhugavert. Hæst ber auðvitað Viðey af mörgum ástæðum.,sögulegum , fjölbreytt strönd ,fuglalíf mikið og landslag allt einstaklega myndrænt. Mikið er um örnefni í Viðey . Lundey er fyrst og fremst eyja fuglanna, lunda,skarfa,máva, æðarkollu, kríu og þar verpa gæsir. Engey er gömul sjávarútvegsjörð og þar voru stundaðar bátasmíðar svo af bar- Engeyjarlagið- frægir siglarar. Þerney gömul bújörð , en átti sér frægð í upphafi byggðar sem verslunarstaður Skálholtsstóls ,en var síðar fluttur í Maríuöfn við Laxárvog í Hvalfirði. Geldinganes var fyrrum í raun eyja sem tengdist landi með lágum flæðigranda. Nafnið er dregið af nautgeldingum sem þar voru aldir sem fóður fyrir konungsfálka sem aldir voru í Viðey fyrir kóngafólkið í Danaveldi- þeir voru svona stöðutákn þeirra tíma. Í hafinu á Kollafirði kennir margra tegunda dýra . Selir eru víða .Hvalir sjást oft á Kollafirði einkum norðan við Lundey að sumri til. Allar venjulegar fisktegundir veiðast svo sem ýsa,þorskur,steinbítur,koli,lúða,hrognkelsi,lýsa,ufsi,háfur,langa og fl. Svona sérhæft kort sem Bryndís H. er að huga að mætti sýna helstu sjóleiðir sem sjókayakfólkið hefur þróað með sér um árin, vetur, sumar vor og haust, Allar ástíðir þarna hafa sinn sjarma. Auk þess að vera landa og sjókort gæfi það kortinu mikið gildi að hafa nokkurn texta tengda sögu og einkennum eyjanna og hafsins. Sem sé gott og upplýsandi ferðakort fyrir sjókayakræðara. Þetta er svona smávegis sem mér datt í hug vegna þessa.
<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2008/11/30 16:32