Kayak-kort

10 des 2008 15:28 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Kayak-kort
Varla við neinu að bæta hjá Sævari enda maður fjölfróður með eindæmum. En ég rakst á þessa síðu svona til fróðleiks:
natturuvefsja.is/vefsja/
kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 des 2008 00:24 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Kayak-kort
Smá innlegg í málið ::P

Kort af Kollafirði með kayaksportið sem grunn er góð hugmynd hjá henni Bryndísi H.
Kayakfólkið á að styðja hana í því verki. Kollafjörðurinn og eyjarnar sem honum tilheyra og þessi einstaka dreifing þeirra gerir Kollafjörðinn að kjörsvæði sjókayaksportsins. Svona kort þyrft að mínu mati að vera á A1 blaði að stærð. Kortagrunnurinn þarf að blandast bæði sem sjókort og landkort . Sjóhlutinn þarf að vera með dýptarlínum í nokkrum litum og að öll sker og blind sker og rif séu sett inn. Nokkuð þéttar lengdar og breiddarlínur . Landseinkenni stranda séu skýr t.d klettar,sandfjörur og malir. Heppilegt er að kortið nái allt vestur til Akurayjar og markist við Kjalarnes í norðri. Allt þetta svæði er merkilegt og áhugavert. Hæst ber auðvitað Viðey af mörgum ástæðum.,sögulegum , fjölbreytt strönd ,fuglalíf mikið og landslag allt einstaklega myndrænt. Mikið er um örnefni í Viðey . Lundey er fyrst og fremst eyja fuglanna, lunda,skarfa,máva, æðarkollu, kríu og þar verpa gæsir. Engey er gömul sjávarútvegsjörð og þar voru stundaðar bátasmíðar svo af bar- Engeyjarlagið- frægir siglarar. Þerney gömul bújörð , en átti sér frægð í upphafi byggðar sem verslunarstaður Skálholtsstóls ,en var síðar fluttur í Maríuöfn við Laxárvog í Hvalfirði. Geldinganes var fyrrum í raun eyja sem tengdist landi með lágum flæðigranda. Nafnið er dregið af nautgeldingum sem þar voru aldir sem fóður fyrir konungsfálka sem aldir voru í Viðey fyrir kóngafólkið í Danaveldi- þeir voru svona stöðutákn þeirra tíma. Í hafinu á Kollafirði kennir margra tegunda dýra . Selir eru víða .Hvalir sjást oft á Kollafirði einkum norðan við Lundey að sumri til. Allar venjulegar fisktegundir veiðast svo sem ýsa,þorskur,steinbítur,koli,lúða,hrognkelsi,lýsa,ufsi,háfur,langa og fl. Svona sérhæft kort sem Bryndís H. er að huga að mætti sýna helstu sjóleiðir sem sjókayakfólkið hefur þróað með sér um árin, vetur, sumar vor og haust, Allar ástíðir þarna hafa sinn sjarma. Auk þess að vera landa og sjókort gæfi það kortinu mikið gildi að hafa nokkurn texta tengda sögu og einkennum eyjanna og hafsins. Sem sé gott og upplýsandi ferðakort fyrir sjókayakræðara. Þetta er svona smávegis sem mér datt í hug vegna þessa.;)<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2008/11/30 16:32

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 nóv 2008 07:40 #3 by palli
Replied by palli on topic Re:Kayak-kort
Hljómar fantavel. Tvö örnefnakort sem Sævar Helgason sendi okkur er að finna undir Fræðsluefni - Ýmislegt. Hlakka til að fylgjast með þessu, gangi þér vel.

Palli Gests

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 nóv 2008 16:45 #4 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Kayak-kort
Það verður gaman að sjá þetta verða til !
Er ekki A4 of lítið miðað við allar þær uppl. sem menn vilja hafa á þessu ? svo má bara brjóta þetta saman.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 nóv 2008 06:20 #5 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Kayak-kort
Eitt A4 kort fyrir mig. Ö.




Neðangreint er þó þessu ótengt. Mér fannst þetta bara svo skemmtilegt að ég varð að sturta þessu inn. Næturróðrarnir eru jú að hefjast og gaman að rýna í helstu stjörnumerkin. Njótið.
www.stjornuskodun.is/forsida/35-stjornuskodun/286-storibjorn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 nóv 2008 04:08 #6 by BryndísH
Replied by BryndísH on topic Re:Kayak-kort
Frábært að fá viðbrögð! Takk fyrir það.

Ein ekki síður mikilvæg spurning: Í hvernig stærð mynduð þið vilja hafa slíkt kort? A4, A3, ...?

Þetta gæti endað sem 10 ára verkefni ef maður ætlaði að hafa þetta fullkomið :laugh: En ég geri mitt besta.

Kv. Bryndís

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 nóv 2008 05:39 #7 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Kayak-kort
Frábær hugmynd. Það er varla hægt að bæta við þessa upptalningu sem komin er en ég man eftir fjörugum umræðum um fuglategundir sem við sjáum á ferðum okkar um þetta svæði sem um er rætt. Fuglafræðingur hefur sagt mér að þetta sé eitt af þeim svæðum sem eru hvað merkilegust hér við land hvað hinar ýmsu tegundir varðar. Ísland er náttúrlega algjör paradís fuglaskoðara almennt.
Gaman væri að fá fuglanöfn og myndir á svona korti og á hvaða árstíðum þær eru líklegastar.
Hvað segið þið um það?
kveðja,
Ingi

www3.hi.is/~yannk/varia.html#status

Post edited by: Ingi, at: 2008/11/26 10:59

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 nóv 2008 03:22 #8 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Kayak-kort
Örlygur er búinn að nefna marga þætti. Við það má e.t.v. bæta að gott er að hafa siglingaleiðir merktar, þar þarf að fara með gát - og þótt ekki sé beinlínis hægt að tala um fuglabjörg hér þá eru sjófuglabyggðir einkum í Lundey, þ.e. fýll, rita og lundi og er hægt að merkja staðina þar sem best er að virða byggðina fyrir sér frá sjó en það er einkum á vorin.
Ég er ekki viss um að Sævar okkar vilji setja fiskimið sín á kort fyrir hvern sem er. Það yrði þá allt þurrkað upp í kreppunni !

Við sem höfum verið að ræða um róðra með strönd landsins höfum einnig rætt hvort og hvernig setja megi fram mikilvægar upplýsingar um sjólag, blindsker, strauma fallegar leiðir og góðar lendingar á leiðinni og bæta þann þekkingargrunn smám saman.

Það verður því spennandi að sjá þetta verkefni þegar því verður lokið.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 nóv 2008 02:42 #9 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Kayak-kort
Þetta er frábært framtak!

Trúlega má fá allar örnefnaupplýsingar af öðrum kortum, t.d. er hér á síðunni greinargott örnefnakort af Viðey.


Það sem ég myndi vilja sjá á sérútbúnu kayakkorti væri merkingar hvar væri hægt að rekast á seli (þeir vekja langmesta hrifningu róðrarfólks)

Hvalir líka (fátíðari þó)

Einnig væri gott að merkja á svona korti t.d. varasama staði upp á lúmskt brim í V- og NV áttum úti fyrir Viðey, Engey, Lundey og Akurey. Og strandlengjunni innarlega við nesin, Álfs, - Gunnu, Geldinga, og Brimness.

Það þyrfti að vera viðvörun með einföldu tákni t.d. (Hætta, brim í álandsvindi) og líma táknið inn á þessa staði. Til dæmis er svæðið NA af Viðey á útfallinu mjög varasamt í V og NV áttum. Svona kort væri upplagt í að merkja þessi svæði.

Einnig þurfa að vera vegalengdarmerkingar milli staða og sýna góða lendingarstaði á Kollafirðinum. Merkja t.d. 5 bestu staðina sem sameina fallegt útsýni, góða lendingu, gott skjól og svoleiðis. Það mætti stjörnumerkja lendingarstaði frá 1-5 jafnvel. Eiðið við Garðstjörn í Viðey væri dæmigerður 5 stjörnu róðrakaffistoppstaður. Saga, menning, útsýni, göngumöguleikar út frá bátunum, kúmen sem vex þarna og margt fleira.


Svo þyrfti að vera í neðanmálsgrein almenn ádrepa til róðrarfólks um að kynna sér veður og sjólag, flóð og fjöru, búnað og björgun og allt það. Fara varlega vegna lundatímans, frá apríl til ágúst og vera góð við gæsir.

Það mætti líka merkja með rauðri línu fallegustu róðrarsvæðin (út frá almennum hugmndagrundvelli) Ég á þannig kort erlendis frá til að lána þér til að gefa hugmyndir.

Og margt fleira. Trúi ekki öðru en maður eins og Sævar Helgason sé að lesa þetta og gefi athugasemdir líka.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 nóv 2008 20:04 #10 by BryndísH
Kayak-kort was created by BryndísH
Sælt veri fólkið !

Ég er að gera verkefni í námskeiðinu Kortagerð í HÍ og ákvað að búa til sjókort af dagróðrasvæðinu í kring um Geldingarnesið, eyjarnar og Kollafjörðinn, eins konar ferðamannakort fyrir kayakfólk.

Mig langaði til að spyrja ykkur hvort þið byggjuð yfir fróðleik um svæðið, t.d. varðandi örnefni, áhugaverða staði, fiskimið, dýralíf eða hvað sem er. Ja eða hvort þið hefðuð einhverja skoðun á því hvað er gott að komi fram á svona korti?

Bestu kveðjur,
Bryndís.
bryndishrund@gmail.com
:)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum