Hef aðeins verið að spá í mismunandi gerðir af dekktöskum og skýt hér út pælingum til gamans. Ég lít helst ekki á dekktöskur sem auka lestarhólf til að koma meiri búnaði fyrir - heldur frekar hólf þar sem hægt er að hafa mikilvæga hluti aðgengilega frá mannopi. Mestu skiptir er að hafa sem mestan búnað ofan í bátnum og stór úttroðin dekktaska á framdekki gerir bátinn hálestaðan og minnkar jafnvægi, auk þess sem maður á til að reka hendurnar í binginn þegar maður er að róa.
En ef báturinn er lestarlítill og ferðin þeim mun andskoti lengri, gæti þetta verið eina lausnin.
Það sem hefur reynst langbesta útfærslan hjá mér er litil dekktaska með húfum í vatnsheldum poka ásamt vettlingum. Sjúkratösku líka.
Húfu hefur oft verið gott að gripa til þegar félagi er tekinn af sundi, ískaldur á hausnum. Eða að maður noti hana sjálfur eftir volk.
Andy Stamp kayakkall, segir að gott sé að hafa lítinn sjúkrakassa (Ouch-pouch) uppi við, helst í vestisvasa (og annan stærri ofan í lest)
Ég nenni ekki að þenja út björgunarvestið með sjúkradótii, en það er frábært að hafa einn slíkan í dekktösku til að geta gripið í.
Þannig að hjá mér:
Lítil dekktaska sem geymir létta hluti s.s. húfur og vettlinga og sjúkrakassa.