Egill Rauði Hvítasunnuhelgin 2009

20 des 2008 00:47 #1 by Orsi
Já, heyrðu, það var þá málið. Þetta var farið eð renna saman í eitt hjá mér. Gott að fá þessa áréttingu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 des 2008 23:32 #2 by SAS
Reykjanes hittingurinn er 21-24 maí, þannig að fyrir áhugasama, þá má vel taka þátt í báðum hátíðunum.

kveðja
Sveinn Axel<br><br>Post edited by: SAS, at: 2008/12/19 15:33

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 des 2008 21:00 #3 by Orsi
Stórhugur í mönnum sem fyrr. Maður hefur ekki látið sig vanta á E.R. síðustu 4 árin - enda frábær viðburður.
Ég var búinn að ákveða að fara í Reykjanesið um hvítasunnuhelgina - ef ég get yfirhöfuð sinnt kajaksportinu þessa helgi.

En það er ekki óskastaða fyrir unnendur þessara tveggja hátíða að þurfa að velja á milli þegar þær lenda á sömu helginni. Ég myndi vilja vera á báðum stöðum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 des 2008 17:50 #4 by Ari Ben
Ekki seinna vænna en að láta vita af dagsetningu Egils Rauða, en næsta sumar 31. maí - 1 júní, verður kajakmótið haldið á Norðfirði.

Von er á erlendum kennurum eins og í sumar. Verðum búin að bæta aðstöðuna hjá okkur enn betur vonandi, þe. flytja nýja félagsheimili KAJ í fjöruna neðan Norðfjarðarkirkju eftir áramótin.

Eins er straumvatnsdeild Kaj að undirbúa straumanda hitting í kringum mótið, en eins og flestir kajakræðarar vita er mekka straumræðara á Austurlandi, við höfum hér frábærar ár að róa í. Ekki er komin nákvæm tímasetning á það, en líklega verður straumróðurinn gerður út frá Egilsstöðum.

Allir áhugamenn um kajaksportið takið helgina frá, nánari dagskrá auglýst síðar.

Post edited by: Ari Ben, at: 2008/12/19 09:57<br><br>Post edited by: Ari Ben, at: 2008/12/19 10:00
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum