Hann Marcus hefur fengið samkeppni. Hann segist á heimasíðu sinni ætla að verða fyrstur til að róa umhverfis Falklandseyjar en nú er ljóst að þarlendur maður Leiv Poncet hefur áður farið hringinn.
Leiv hefur einnig róið umhverfis Suður Georgíu, sem er eyja við Suðurskautslandið, m.a. fræg fyrir að þangað komst Suðurskautsfarinn Shackelton frá Fílaeyju á björgunarbát við 6. mann, um 1125 km leið auk göngu yfir fjöll og jökul, til hvalveiðimanna til að ná í hjálp fyrir áhöfn sína sem beið á Fílaeyju. Skip Shackelton hafði farið í brak í rekísnum en allir komust heilir heim að lokum.
Þar að auki eru tveir aðrir leiðangrar að leggja af stað umhverfist Falklandseyjar þessa dagana, það eru félagarnir Chris, Tim og Richy og svo parið Fiona og Tom en mér virðist þau muni verða fyrst á flot. Þau eru búin að ræða við Leiv og hringja í 79 landeigendur til þess að mega koma í land á leiðinni! Við megum þakka fyrir íslensk lög, sem tryggja aðganga að sjó og landi.
Sjá eftirfarandi tengil:
www.kayakquixotica.com/2009/01/06/all-go-together-when-we-go/
Á þessari síðu má einnig velja „ROLLING VIDEOS“ sem fróðlegt er að skoða.
Kveðja, GHF.