Félagsróður 3. jan

05 jan 2009 19:18 #1 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Félagsróður 3. jan
Geta allir sett inn á þennan picasaweb sem opnast á síðunni okkar ?

Það er löngu tímabært að allar úrvals kayakmyndir safnist á einn stað.
B) B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jan 2009 10:00 #2 by palli
Replied by palli on topic Re:Félagsróður 3. jan
Frábær róður. Ótrúleg blíða, blankalogn, súld og 8 stiga hiti. Vorstemning í lofti og dýralíf allt á iði. Meðal annarra voru þarna á ferð tjaldur, álft, æður, skarfur, haftyrðill og teista. Einnig reri Hörður fram á mink á sundi við Þerney sem forðaði sér í land við truflunina.
Góður ganghraði, 15km á þremur tímum sléttum með drjúglöngu kaffihléi í Lundey í blíðunni.
Tók nokkrar myndir áður en batteríið gafst upp, eru á picasaweb.google.com/kayakklubbur/20090103_Felagsrodur#

Takk fyrir mig

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jan 2009 00:36 #3 by SAS
Félagsróður 3. jan was created by SAS
9 bátar á sjó og róður í lengra lagi, rérum Þerney, hringuðum Lundey, áður en við tókum kaffistopp þar. Eftir hlé, var farið vestur fyrir Viðey og suður fyrir. 15 km róður í logni, sléttum sjó og rigningu.

Henti inn nokkrum myndum af okkur í rigningu og þoku á picasaweb.google.com/sjokayak/20080103Felagsrodur#
Palli kemur vonandi með betri myndir, var með mun betri myndavél sem ræður betur við litla birtu.

Þeir sem réru voru: SAS, Palli G og félagi, Lárus, Gunnar Ingi, Hörður, Steini, Guðm. Breiðdal og Óli sem sá um að halda uppi góðum róðrarhraða.

Kveðja
Sveinn Axel<br><br>Post edited by: SAS, at: 2009/01/03 16:38

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum