Lagt af stað í einmuna blíðu, fyrst 4 Lárus, Eymi, Ingi þór og Páll. Stuttu seinna komst ég í hópinn á hinum beinskreiða, pottþétta og einstaka grænlending. Eftir kaffistopp í fjöru hinna þjóðernissinnuðu sósíalista, eða einnig þekkt undir nafninu nasista fjara, var haldið í áttina að vesturenda Geldinganess. Þar hittum við Guðmund nokkurn Breiðdal sem dólaði sér í hægðum sínum hringinn í kringum nesið. Ekkert var markvert nema veðrið. Það var eins og vorið væri komið,en veðurspáin næstu daga er nú ekki gæfuleg og lítið vorlegt við hana.
Kveðja.
Ingi