Féló

10 jan 2009 23:19 #1 by Ingi
Féló was created by Ingi
Lagt af stað í einmuna blíðu, fyrst 4 Lárus, Eymi, Ingi þór og Páll. Stuttu seinna komst ég í hópinn á hinum beinskreiða, pottþétta og einstaka grænlending. Eftir kaffistopp í fjöru hinna þjóðernissinnuðu sósíalista, eða einnig þekkt undir nafninu nasista fjara, var haldið í áttina að vesturenda Geldinganess. Þar hittum við Guðmund nokkurn Breiðdal sem dólaði sér í hægðum sínum hringinn í kringum nesið. Ekkert var markvert nema veðrið. Það var eins og vorið væri komið,en veðurspáin næstu daga er nú ekki gæfuleg og lítið vorlegt við hana.

Kveðja.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum